Skírnir - 01.01.1928, Page 142
Skirnir]
Misseristalið og tildrög'þess.
135
nefndu tunglmánuði, eða tímanum frá tunglkveikingu til
næstu tunglkveikingar (eða frá tunglfyllingu til næstu fyll-
ingar). Orðið mánuður er dregið af orðinu máni, sem merkir
tungl. Það er einnig skiljanlegt, að menn hafi snemma farið
eftir tunglmánuðum. í ljósleysinu urðu fornmenn oít að
sníða athafnir sínar eftir því, hvort tunglskin var, og þeim
varð því nauðsynlegt að vita, hvenær tunglskins var von.
Vitanlega heiir liðið langt frá því, er menn töluðu um
mánuði sem það tímabil, er eitt tungl stæði, þangað til
þeir gátu talið dagana í þessum mánuðum. Það hefir eigi
orðið fyr en löngu seinna, að menn vissu, að í mánuði voru
29 eða 30 dagar.
Norðurlandabúar hafa eigi verið nein undantekning að
þessu leyti, þótt engin skrifleg gögn fyrir þessari skoðun
séu til. Hinsvegar er skjalleg sönnun fyrir því, að Engil-
saxar hafi talið tímann í tunglmánuðum, því að Beda prestur
skriíar svo:
»Um mánuði Engla. En hinir fornu þjóðflokkar Engla, (þvi að
mér finnst eigi rétt að skýra frá tímatali annara þjóða, en minnast
eigi á tímatal þjóðar minnar), reiknuðti mánuði sína eftir göngu
tunglsins og af tunglinu var nafnið dregið svo sem hjá Gyðingum
og Grikkjum, því að hjá þeirn er tungiið nefnt mona en mánuður
monað, og fyrsti mánuður þeirra, sem á latnesku heitir janúar, Giuli,
þá febrúar Solmonað, mars Hreðmonað, apríl Eosturmonað, maí
Þríntilki, júní Líða, júlí sömuleiðis Líða, ágúst Veoömonað, se])tem-
ber Halegmonað, október Vintirfyliið, nóvember Blotmonað, des-
ember heitir sama nafni sem janúar, Giuli. En þeir byrjuðu árið 25.
desember, á þeim degi, sem vér nú höldum hátíðlegan fæðingardag
Drotlins, og nóttina sjálfa, sem oss er nú helg, nefndu þeir heiðna
nafni Moðraneht, það er mæðranótt og grunar mig, að það sé vegna
þeirra helgisiða, sem þeir höfðu í frammi þá nótt. Og í öllum venju-
legum (12 tungla) árum létu þeir þrjá tunglmánuði (frumritsins: sól-
mánuði, er hér leiðrétt) vera í hverjum árstima, en þegar auka-
tungls-ár var, það er þegar 13 tunglmánuðir voru í árinu, þá létu
þeir aukamánuðinn fylgja sumrinu, svo að þá voru 3 mánuðir saman
með nafninu Líða, og það ár var nefnt þrílíða, og voru i því 4
sumarmánuðirnir, en 3 i hinum árstímunum svo sem ávalt. Enn-
fremur skiftu þeir öllu árinu aðallega i tvö timabii, sem sé sumar
°g vetur, og ljetu þá sex mánuði, sem höfðu lengri daga en næt-
nr, fylgja sumrinu, en hina tvo vetrinum, og þess vegna kölluðu