Skírnir - 01.01.1928, Page 143
136
Misseris'talið og tildrög þess.
[Skírnir
þeir og þann mánuð, sem veturinn byrjaði i, Vintirfyllið, og er nafn-
ið samsett úr vetri og tunglfylling, því að upphaf vetrarins var við
tunglfyllingu þessa mánaðar. Og það er eigi úr vegi að vér útskýr-
um, hvað merki hin önnur mánaðanöfn. Mánuðirnir Qiuli taka nafn
af sólhvarfi til lengingar á deginum, því að annar er á undan því,
en hinn á eftir. Solmonað mætti heita kökumánuður af kökum þeim,
er þeir færðu goðunum í fórn í þeim mánuði. Hreðmonað er nefnd-
ur eftir gyðju þeirra, Hreðu; færðu þeir henni fórnir í þessum mán-
uði. Eosturmonað, sem nú merkir páskamánuð, dróg forðum nafn
af gyðju, sem þeir nefndu Eostre, og héldu þeir hátið hennar i
þessum mánuði. Páskatímann nefna þeir nú eftir nafni mánaðarins
og flytja jiannig nafn á fornu helgihaldi yfir á fögnuð hinnar nýju
hátíðar. Þrímilki er svo nefndur af þvi að fjenaðurinn var þá mjólk-
aður í þrjú mál, því að forðum var svo mikil frjósemi Bretlands,
eða öllu heldur Germaníu (Þýzkalands); en þaðan kom þjóðflokkur
Engla til Bretlands. Líða er nefndur blíður og gæftasamur, af því að
i báðum þeim mánuðum er blíða veðráttunnar og leiðangrar á sjó.
Veoðmonað er mánuður illgresis, sem þá ber mest á. Halegmonaö
er mánuður helgra. Vintirfyllið má nefna með nýju nafni vetrafyll-
ingu. Blotmonað er mánuður blóta, því að þá helguðu þeir goðun-
um þann fénað, er þeir slátruðu«.
Bilfinger hefir sýnt fram á það, að mótsagnir eru í
frásögn Beda; annars vegar eru 12 mánuðir, en stundum
13, í ári, og hljóta þessir mánuðir að flytjast til á árinu
eftir tunglkomum, en hins vegar eru þessir mánuðir settir
hliðstæðir rómversku mánuðunum, og árið byrjar á ákveðn-
um degi, jólunum. Vegna mótsagnanna gerir Bilfinger lítið
úr orðum Beda um tunglmánuðina. Álítur hann, að Beda
hafi eigi haft annað fyrir sér en skyldleika orðanna mona
(máni) og monað (mánuður). En þessi fullyrðing Bilfingers
er mjög hæpin. Mótsagnirnar skýrast bezt við það, að hin
engilsaxnesku mánaðarnöfn, sem upphaflega eru nöfn á
tunglmánuðum, voru á dögum Beda prests höfð um róm-
versku mánuðina. Þetta blandast inn í frásögnina og kem-
ur ruglingnum til leiðar. Hins vegar er það naumast til-
búningur úr Beda að kalla sum árin þrílíða, vegna þess að
þá voru 3 Líðamánuðir. Skýring Bilfingers á þessu atriði
finnst mér varla geta staðizt, og þá verður varla öðru til
að dreifa en skýringu Beda. En það er fleira í frásögn
Beda prests, sem sýnir það, að engilsaxnesku mánuðirnir