Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 144
Skírnirj
Misseristalið og tildrög jress.
137
hafa upphaflega verið tunglmánuðir. Það getur enginn vafi
leikið á því, að útskýring Beda á Vintirfyllið er rjett að
því leyti, að nafnið sé dregið af vetri og tunglfyllingu, og
þá sýnir það annaðhvort, að vetrarkoman hefir farið eftir
tunglkomum, eða mánuðurinn hefir verið tunglmánuður,
þegar hann fékk nafnið. En í rauninni kemur þetta í sama
stað niður, því að Engilsaxar hafa eigi látið vetrarkomu
fara eftir tunglkomum, nema þeir hafi einnig haft tungl-
mánuði.
Til apríl svarar mánuðurinn Eostrermonað, eftir gyðj-
unni Eostre, segir Beda. Nafn þetta rnun vera skylt orð-
inu austur og má líklega skiljast sem jafndægramánuður,
er sól kemur upp í austri, og gengur undir í vestri. En það
einkennilega er, að af þessum mánuði hafa páskar tekið
nafn hjá Bretum og Þjóðverjum. í Englandi nefnast þeir
Easter en, hjá Þjóðverjum Ostern. Var þessi nafnagift komin
á, er Beda var uppi, um 700 árum e. Kr. Eins og kunnugt
er, flytjast páskarnir til eftir tunglkomum og skulu vera á
fyrsta sunnudegi eftir fullt tungl. Það er því mjög ósenni-
legt, að mánaðarnafn hafi getað flutzt yfir á páskahátíð-
ina, nema því að eins, að mánuðurinn hafi verið tunglmán-
uður, sem fluttist til eftir tungli á sama hátt sem páskarnir.
Allt þetta styður frásögn Beda prests, að mánuðirnir
hjá Engilsöxum hafi verið tunglmánuðir, þangað til kristnin
kom í landið og kirkjan innleiddi tímatal sitt. Og það ræð-
ur að líkindum, að Norðurlandabúar hafi upphaflega einnig
haft tunglmánuði. Á þetta benda og nokkur orðatiltæki í
fornritunum. í Alvíssmálum og Snorra-Eddu er tunglið nefnt
ártali, svo að mönnum hefir þá verið ljóst, hvílíka þýð-
ingu fyrir tímatalið tunglið hafði, og í Vafþrúðnismálum er
sagt: »Ný og nið skópu nýt regin, öldum að ártali«.
Tveir af þeim fræðimönnum, sem ritað hafa um ís-
lenzkt rímtal, Bilíinger og N. Beckman, taka það beinlínis
fram, að Norðurlandabúar muni upphaflega hafa farið eftir
tunglmánuðum í tímatali sínu. Þó að rnenn geri sér eigi
grein fyrir, hve marga daga tunglmánuðurinn sé, þá geta
menn af útliti tunglsins fljótt séð, hvernig stendur á tungli