Skírnir - 01.01.1928, Side 146
Skirnir|
Misseristalið og tildrög þess.
139
var þetta ákveðinn tími, í Grágás 2 mánuðir, og virðast
heyannir Grágásar byrja á sama tíma og heyannir Snorra,
en ná einnig yfir næsta mánuð á eftir. Heyannir er þess-
vegna ekki mánaðarheiti.
Gormánuður er nefndur í gömlu rímkveri, sem kallað
hefir verið Bókarbót, og prentað er í Alfræði ísl. II, bls.
76. Bókarbót mun rituð laust eftir 1200, sennilega þó öllu
fyr en Edda. Þó mun Snorri eigi hafa fengið nafnið þaðan,
því að Bókarbót hefir 3 önnur mánaðanöfn, sem eigi eru
nefnd i Eddu. Ósennilegt er, að gormánuður dragi nafn af
gori, — hefði þá verið nær að nefna hann slátur- eða
slátrunar-mánuð; svo nefndi sira Oddur gamli á Reyni-
völlum þenna mánuð í rími sínu; mun það raunar útlegg-
ing úr dönsku (Slagtemaaned). í Hólariminu frá 1597 var
október nefndur slátrunarmánuður. í Fornaldarsögum Norð-
urlanda eru Norr og Gorr og Gói nefnd börn Þorra; ef til
vill er eitthvert samband á milli þessa og mánaðarins. Gæti
þetta verið gamall tunglmánuður. Bæði í Eddu og Bókar-
bót er. gormánuður fyrsti mánuður vetrarins.
Þrír hinir mánuðurnir, þorri, góa og einmánuður, eru
hinir svonefndu útmánuðir og aiþekktir. Öll íslenzk rit eru
sammála um þá. Þorri og góa voru og kunn í Noregi og
Danmörku, svo að þau eru vafalaust íornnorræn mánaða-
nöfn og svo forn, að merking orðanna er nú glötuð. Þetta
gæti verið nöfn á gömlum tunglmánuðum. Nafnið einmán-
uður er eigi jafnfornt, og óvíst, hvort það hefir verið not-
að í Noregi. Nafnið er og vel skiljanlegt. »Að einmánuði«
var einn mánuður til sumars.
Það ætti að vera ljóst af þessu, að eigi má byggja
mikið á mánaðatali Snorra að því leyti, hver mánaðanöfn
hafi verið notuð hér á landi um hans daga eða fyr. Hið
sama má sjá af því, að hann nefnir eigi eitt alþekkt mán-
aðarnafn. Tvimánuður er víða nefndur í sögunum, í Grá-
gás og í fornum rímbókum, svo að hann hefir verið vel
þekktur. Jafnvel í Noregi var hann kunnur og er því senni-
lega forn, en í Eddu er hann eigi nefndur, heldur korn-
skurðarmánuður í hans stað.