Skírnir - 01.01.1928, Page 148
Skirnir |
Misseristalið og tildrög þess.
141
og hafi eins verið með leiðarmánuðinn hér, þá er skammt
til þess, að þessi tvöfaldi mánuður hafi verið nefndur tví-
mánuður. Sá annmarki er þó á þessari þýðingu, að Liða-
mánuðirnir voru fyr að sumrinu en tvímánuður hér.
Á 17. öld voru ritaðar allmargar rímbækur og eru
hinum íslenzku þrítugnátta mánuðum gefin þar ýms ný
nöfn. Flest af þeim eru augljóslega síðari tíma tilbúningur
svo sem seinmánuður fyrir einmánuður, en einmánuður
og þrímánuður voru sagðir á sumri til að fá samræmi í mán-
aðaröðina kringum tvímánuð, og fleira þess háttar, sem óþarft
er upp að telja. Síra Gisli Bjarnason á Stað í Grindavík, síra
Oddur Oddsson á Reynivöllum og síra Þórður Sveinsson
nefna. fyrsta mánuðinn í sumri Hörpu og tveir hinir síðar-
nefndu kalla næsta mánuð Skerplu. Nöfn þessi eru svo tor
skilin, að hugsanlegt væri, að þau væru forn, en hins vegar
er það ótrúlegt, að þau hefðu geymzt í mæltu máli um marg-
ar aldir, án þess að þeirra væri getið í eldri rímbókum.
Mér þykir því sennilegast, að þau séu mynduð á 15. eða
16. öld.
Af framanskráðu verður n’ðurstaðan þessi: Af fornum
íslenzkum mánaðanöfnum eru þessi áreiðanlega kunn, þorri
góa og einmánuður, og svo tvímánuður siðari hluta sumars,
þott óvíst sé, hvort hann hafi náð yfir einn eða tvo mán-
uði. Ennfremur töluverðar líkur fyrir því, að nránuðurnir
fyrri hluta vetrar hafi heitið gorinánuður, ýlir og jólmán-
uður eða jól. En önnur forn mánaðanöfn eru naumast kunn,
þótt eigi sé hægt að færa fullgildar sönnur á það, að harpa
og skerpla séu síðar mynduð. Einkennilegt er það, að nöfn-
in á vetrarmánuðunum eru flest eða öll kunn, en fá á
sumarmánuðunum, og engin kringum sólstöðurnar.
Gagnstætt þessu var viknatalið (miðað við misserin,
sumar og vetur), lang-ákveðnast að sumrinu, varð meira
á reiki er veturinn kom og slitnaði alveg á útmánuðunum. í
mánuðum hefir einkum verið talið að vetrinum, en í vik-
um að sumrinu. Auðvitað er þess hvergi getið, hvernig á
þessu standi, en geta mætti þess til, að upphaflega hafi
menn notað tunglmánuði, og meðan þeir voru svo skammt