Skírnir - 01.01.1928, Síða 149
142 Misseristalið og tildrög þess. [Skirnir
á veg komnir í því tímatali, að þeir vissu eigi dagafjöld-
ann í mánuði, urðu þeir jafnaðarlega að sjá til tunglsins
til þess að vita, hvar þeir voru í mánuðinum, og hvenær
tunglskifti urðu og mánaðaskifti, sem þeim voru samfara.
En er þeir komu hingað ut eða svo norðarlega í Norður-
lönd, að nætur voru bjartar all-langan tíma að sumrinu,
þá hefir þeim verið hætt við að ruglast í tunglmánuðun-
um, því að þá varð erfitt að athuga tunglið, vegna birt-
unnar bæði á nóttu og degi, enda engin þörf á að vita,
hvernig stæði á tungli, vegna þess að tunglskinsins gætti
hvergi. Auk þessa er tunglið þá lágt á lofti um fylling-
una og kemur stundum eigi upp í marga daga og þessvegna
ennþá erfiðara að taka eftir því. Þeir hafa þessvegna orðið
að hætta við tunglmánuðina um tíma að sumrinu og grípa
til annara úrræða, til þess að ruglast eigi í tímatali sínu.
Það hefði verið ógjörningur að telja dagana, en ef þeir
hefðu vitað, hve margir dagar ættu að vera í mánuði, þá
hefði legið beinast við, að skifta tímanum í mánuði, með
vissri dagatölu. En ég gjöri ráð fyrir, að þeir á þeim tím-
um hafi þekkt vikuna, og að þeir hafi tekið þann kostinn,
að telja sumartímann í vikum, og í rauninni er það auð-
veldara að telja vikurnar í sumrinu en dagana í mánuði.
Tímatalið hefir þá orðið viknatal, meðan nóttin var
björt að sumrinu, en tunglmánaðatal hinn tíma ársins. En
það hafa verið agnúar á því að skeyta saman vikurnar og
tunglmánuði, sem færðust fram og aftur eftir árinu, og því
er sennilegt, að menn hafi viljað losna við tunglmánuðina
og setja í þeirra stað mánuði með sama dagafjölda. Suður-
landabúar, sem gátu athugað tunglið samfellt í mörg ár,
bæði sumar og vetur, komust að þeirri niðurstöðu tiltölu-
lega auðveldlega, að annarhver mánuður yrði að vera 29
daga en hinir 30 daga. En hér norður frá, þar sem gjöra
má ráð fyrir að ganga tunglsins hafi eigi verið athuguð
samfellt nema í 8 mánuði, hafa menn eigi getað fundið
lengd mánaðarins jafn nákvæmlega. Með því að gjöra mán-
uðinn 4 vikur eða 28 daga yrði munurinn á 8 mánuðum
þó nálega 12 dagar, og því mundu inenn taka eftir. En á