Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 151
144 Misseristalið og tildrög þess. [Skírnir
komuna venjulega eigi fyr en seint í apríl, eða helzt 1.
maí. En hér virðist það hafa komið eigi síður til greina við
ákvörðun sumarkomunnar, að dagurinn var orðinn langur,
og nóttin að verða björt, og þá varð að byrja á viknatal-
inu, líklega eftir fornri venju, er mánaðatalið að vetrinum
fór eftir göngu tunglsins. Einmitt um það leyti, er sumarið
byrjaði, varð nóttin svo björt, að aldrei varð dagsett, sbr.
grein mína um Stjörnu-Odda í Skírni 1926. Nöfn hinna
fornu mánaða um hásumarið munu hafa gleymzt, vegna
þess að aldrei var á þá minnzt, heldur ávalt taldar vik-
urnar, en að haustinu og fyrri hluta vetrar er viknatalið á
nokkru reiki. Þar virðist hafa verið barátta milli viknatals
og mánaðatals, en viknatalið yfirleitt borið sigur úr býtum.
Ef litið er á þær breytingar, sem orðið hafa á misseris-
talinu, síðan hinar elztu rímbækur voru ritaðar, þá hafa
þær helzt gengið í þá átt, að viknatalið er orðið almenn-
ara og samfelldara en áður, og ég tel engan efa á því,
að það er viknatalið, sem bezt hefur borið misseratalið
uppi gagnvart öðru tímatali.
Einn galla hefur viknatalið. Sumarkoman og önnur
tímamót, sem byrja á föstum vikudegi, hlaupa til á 7 eða
8 döguin vegna þess, að árslengdin hefur 1 og í hlaupári
2 daga umfram heilar vikur. Meðan eins til hagar og nú
er, verður eigi unnt að losna við þenna ókost. En ef
menn gætu komið sér saman um, að láta þessa daga, sem
umfram eru vikurnar, standa utan við viknatalið, og hafa önn-
ur heiti, þá hyrfi þessi ókostur. Hin síðari árin hafa menn
í útlöndum bent á ýmsa galla á tímatalinu, mánuðirnir
mislangir, ekkert samband á milli vikna og mánaða og margt
fleira. Reynt hefir verið að fá aljijóðasamþykkt um breyt-
ingar, en samkomulag hefir eigi ennþá náðst. Reynsla hér
á landi með viknatalið hefir sannfært mig um, að bezta
tilhögunin væri viknatal, þar sem aukadeginum og aukadög-
unum í hlaupári væri haldið sér, utan við röð vikudaganna.
Þorkell Þorkelsson.