Skírnir - 01.01.1928, Síða 152
Hreint mál.
»Það hafði Sæmundur prestur heyrt í fornum spám,
að sér væri sálufélag ætlað með fjósamanni á Hólum«,
segir í Þjóðsögunum. Þessar fornu spár hafa rætzt, og þær
eru ímynd þess, sem mest er um vert í sögu vorri að
fornu og nýju. Hér á landi hefir sálufélag ekki verið bundið
við stéttir manna né landsfjórðunga, Norðlendingur gat átt
sálufélag við Sunnlending, hæsti höfuðklerkur við fátækan
fjósamann. Það eigum vér íslenzkunni að þakka, og enn
hitt, að vér getum átt sálufélag við hvern þann íslending,
sem einhver orð lifa eftir. Að islenzkan hefir mátt heita
söm við sig frá því að saga vor hófst og um land allt,
hefir verið lán vort og lífsskilyrði, því að fyrir þá sök
eigum vér enn vora elztu fjársjóði með sama andans eignar-
rétti og þá, sem aflað var í fyrra. Síungar raddir framlið-
inna hafa jafnan verið oss nokkur uppbót þess, hve fámenn
hver kynslóð var. Og mikið lán er það, að vera lausir við
mállýzkur. Sá, sem mállýzku talar, verður að læra rikis-
málið eins og hvert annað útlent mál. Það verður honum
því aldrei jafn tamt og hjartfólgið og mállýzkan, og hann
nýtur aldrei til fulls þess, sem hann les á því, né nýtur sín
til fulls, er hann ritar það. En mállýzku, sem hvorki er
viðurkennt þjóðmál né ritmál, er ósjálfrátt skipaður hinn
lægri sess, og því loðir alltaf lítilsvirðing við mállýzku-
keiminn.
Vér erum lausir við þessa annmarka. íslenzkan lyftir
öllum börnum sínum á sama sjónarhól og gefur hverjum,
sem kann að þiggja, allt það mannvit, sem í hana hefur
verið lagt á liðnum öldum. Hún gefur svo gott skyggni
yfir aldirnar af því að hún er svo hrein.
10