Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 154
SkírnirJ
Hreint mál.
147
Ef vér fengjum að líta inn í svefnherbergi heimasæt-
unnar, þá kynnum vjer að sjá nýmóðins skinntau, dömu-
úlster, silkiskjört, blúsur og llf, dömukraga, viftu, og hver
veit nema vér rekum augun í andlitspúJttr og krullujárn á
sprittapparati. Áður en vjer förum, lítum vjer inn á kontór-
inn húsbóndans og dáumst að skriveunderlaginu og blek-
statívinu1) á borðinu hans.
Hver óspilltur íslendingur, sem þetta les, finnur undir
eins, að það er ekki hrein íslenzka, heldur argvítugasta
hrognamál, og hann finnur það einmitt vegna þess, að
málið í heild sinni er ennþá hreint, svo að þessar og aðrar
slíkar útlendar slettur stinga í stúf og særa jafnt auga og
eyra. Sannleikurinn er sá, að lifnaðarhættir þjóðarinnar hafa
breytzt stórkostlega í öllum greinum síðustu áratugi. Fjöldi
nýrra efna og áhalda til fæðis, klæða, húsa og iðnaðar
hefir streymt inn til þjóðarinnar, fjöldi hluta, sem hún átti
engin nöfn yfir. Menn hafa ekki verið viðbúnir að finna
öllu þessu góð og gild íslenzk heiti jafnóðum og það kom,
og þessvegna hafa hálfútlendu orðskrípin læðzt inn í dag-
legt mál og auglýsingar. En nú er þetta mjög að breyt-
ast. Menn eru að vakna til skilnings á því, að útlendu
sletturnar eru ekki samboðnar íslenzkunni, og alþýða manna
tekur fúslega við hverju góðu orði, sem myndað er í stað
orðskrípanna. Má því vel svo fara, að sletturnar verði
horfnar eftir fáein ár.
En ef til vill munu einhverjir spyrja, hversvegna ís-
lenzkunni sé vandara um en ýmsum öðrum málum, að taka
UPP útlend orð yfir nýja hluti, handtök og hugtök, og það
er vel þess vert að gera sér ljósa grein fyrir þessu atriði.
Ég hefi hugsað um það mál síðan ég var í skóla, og fyrsta
ritgjörð, er ég skrifaði á háskólaárum mínum, var um það
efni. Hún átti að koma í einu af tímaritum vorum, en glat-
aðist hjá ritstjóranum. Fyrir nokkru skrifaði prófessor Sig-
urður Nordal ágæta grein um efnið (Málfrelsi. Lesbók
1) íslenzk nöfn á mörgu af þessu eru i »Orð úr viðskiftamáli«
eftir orðanefnd Verkfræðingafélagsins. Rv. 1927.
10’