Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 155
148
Hreint mál.
| Skirnir
Morgunblaðsins, 5. sept. 1926) og leyfi ég mér að vísa til
hennar um þau atriði, sem þar eru rædd vendilegar en hér
er gjört.
Útlend orð fara íslenzkunni illa fyrst og fremst fyrir
þá sök, að hún er svo hrein — óblönduð öðrum málum.
Þau valda ósamræmi. Til er skrá yfir þau orð af útlendum
toga, er fyrir koma í fornbókmenntum vorum. Ég hefi talið
þau og reyndust þau vera um 1450. En þriðjungur þeirra
kemur ekki fyrir í orðabók Sigfúsar Blöndals. Af þeim 975
þessara útlendu orða, sem þar eru, þá eru um 14°/0 talin
úrelt eða óhæf, svo að ekki eru nema 58°/0 eftir í málinu
af þessum 1450, er fyrir koma í fornmálinu. Það er því
óhætt að segja, að útlendu orðin eru afarfá að tiltölu í
íslenzku, ef litið er á ritmálið.
En þessi hreinleiki máisins veldur mestu um það, að
íslenzkan er svo gagnsæ sem hún er fyrir hugsunina. Ná-
lega hvert innlent orð á sér mörg frændsystkin í málinu,
með sama ættarmóti, sama anda, svo að hvert bregður
ljósi yfir annað og skýrir það. Útlendu orðin hafa ekki
þennan frændstyrk í málinu og standa því kuldaleg og
heimskleg á svip innan um hin orðin. Tökum t. d. orðið
mótor. íslendingur, sem heyrir það í fyrsta sinn, getur með
engu móti rennt grun í, hvað það muni merkja. Þó að
hann reyndi að setja það í samband við »mó« og »tor«
þá sæi hann undir eins, að ekkert vit yrði í því. Hann
getur þvi ekki af líkingu orðsins við önnur orð i málinu
ráðið neitt um merkingu þess. En hver, sem heyrir orðið
»hreyfill«, mun undir eins sjá, að það er samstofna við
sögnina að hreyfa og myndað með endingunni -ill, eins og
»ristill« af rista, »tefill« af tefja o. s. frv. Honum dylzt því
ekki, að hreyfill muni vera tæki til að hreyfa með og skil-
ur, hverskonar hlutur það sé. En jafnframt hefur orðið ís-
lenzkulegan hljóm og mynd, sem von er, þar sem hvort-
tveggja er af íslenzkum toga. Eða lítum á orðið »raketta«.
Engum, sem heyrði það í fyrsta sinn, mundi detta neitt ís-
lenzkt orð í hug, er gæti hjálpað honum til að skilja það.
Nú hefir það verið skýrt »eldflaug« á íslenzku. Hver maður