Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 156
Skírnir ]
Hreint mál.
149
veit, hvað eldur er, og þó að hann viti ekki, að ein af
örvum Ketils hængs hét Flaug, þá sér hann undir eins,
að flaug er skyld flugi og að hér muni vera að ræða um
einhverskonar eldflug eða eldskeyti, og nær kemst sá naurn-
ast merkingunni, sem ekki hefir séð hlutinn sjálfan. Enn
skal ég nefna orðið »hugtak«, sem er ungt í málinu. Ég
hefi á öðrum stað1) reynt að gjöra grein fyrir, hvað lesa
má út úr því orði, með því að bera það saman við »hand-
tak«, sem það er sniðið eftir, og ég hygg, að hver maður
verði að játa, að »hugtak« sé ólíkt betra til fróðleiks fyrir
þann, sem aðeins kann íslenzku, heldur en ntlend orð, t.
d. begreb eða concept.
Svona er það með hvert annað dæmi, er til væri nefnt.
Útlendu orðin eru ógagnsæ. Þau eru sem blindgluggar í
höll málsins. Því meira, sem tekið er af þeim, því óljós-
ara verður málið.
Nú eiga að vísu rætur orðanna í hverju máli sammerkt
útlendum orðum í því, að menn geta sjaldan af hugviti
sínu einu ráðið það, hver merkingin sé, heldur verða að
læra það. Vér verðum t. d. í upphafi að læra merkinguna
í orðinu »laus«, en öll orð, sem af því eru leidd, fá síðan
ljós sitt annars vegar frá frummerkingu orðsins, hins vegar
frá endingum þeim, sem tengdar eru við rótina og kunnar
eru frá fjölda annara orða. Hver ending gefur frummerk-
ingunni sitt gildi og sinn blæ: lausn, lausna, lausnari, laus-
ung, lausingi, legsa, leysing, leysingi, leysir; hins vegar
verður ljóst sambandið við los, losa, losna, losun o. s. frv.
Er auðsætt, að mál verður því gagnsærra, sem ræturnar
eru færri i hlutfalli við orðin, sem af þeim eru leidd. Að
taka upp útlend orð, er sarna og að auka fjölda rótanna.
Vér sjáum bezt, hve óhentug útlendu orðin eru al-
þýðu manna, ef vér gefum gaum að því, hvernig þau af-
lagast í munni hennar og breyta merkingu sinni, oft á hinn
skringilegasta hátt. Mest er hættan á, að merkingin brjálist
á þeim orðum, er tákna eitthvað, sem ekki verður séð eða
1) Hugur og heimur, bls. 29—33.