Skírnir - 01.01.1928, Page 158
Skirnir|
Hreint mál.
151
spil og endurkveðandi. Lítum t. d. á þetta erindi úr kvæð-
inu »Haustmerki« eftir Guðm. Friðjónsson:
Svefnlitil sauma-Gefn
sér eftir mey í ver.
Glóir i glaumbæ
gullspöng, er hatar ull.
Hringiðu hjómföng
hylla sál, er neitt vill.
Reykr, sumbl og refskák
rangar lýð á húsgang.
Hér leikur svo að kalla hvert orð á marga strengi.
»Sauma-Gefn« er að vísu algeng kven-kenning, en hún er
ekki valin þarna af handahófi. Einyrkja-konan, sem fær lítið
að sofa fyrir önnum og áhyggjum og situr uppi fram á nótt
við sauma, þegar öðrum störfum er lokið, hún er sann-
kölluð sauma-Gefn. Alúð hennar og ósérplægni er gyðju
samboðin og helzt þeirri, sem hefir fengið nafn sitt af þvv
hve gjöful hún er, en Gefn mun af sömu rót og gefa. Hún
»sér eftir mey í ver«. Dóttir hennar er farin í kauptúnið.
En margar hugsanir eru tengdar við »verið«, t. d. sú, að
»allir eru ógiftir í verinu«, og getur það verið áhyggjuefni
fyrir móður að senda mey þangað. Hver maður horfir eftir —
sér eftir því, sem hann ann, þegar það fer frá honum. ís-
lenzkan hefur myndina af þessu viðbragði til að tákna
söknuðinn, sem missirinn veldur. Gamla konan stendur oss
lifandi fyrir hugskotssjónum, er hún »sér eftir mey i ver«.
En dóttirin ekki síður. Kvenkenningin »gullspöng« sýnir
oss, hve ljómandi glæsileg hún er og spengileg; en að hún
hatar ull, getur bent á hvorttveggja, að hún er ekki gefin
fyrir tóvinnu og kýs heldur að klæðast silki en ull. »Glaum-
bær« lýsir vel bæjarlífinu, en jafnframt er það gamalt
bæjarnafn og er því tvíveðrungur í orðinu. »Hringiða« er
og ágæt mynd af bæjarlífinu og minnir um leið notalega
á dans. Hjómföng er myndað eins og matföng, vínföng,.
veizluföng o. s. frv. og felur í sér einskonar mótsögn: forði;
af því sem ekkert er. Að hylla minnir á hyllingar álfa og
bendir á álfaskapinn. Sumbl er skylt svaml. Hæsta stigi