Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 159
152
Hreint mál.
jSkirmr
nær orðaleikurinn i refskák. Refskák er nafn á tafli einu,
en þarna er það orðið nafn á prettum lævísra manna. Að
ranga einhverju er að skjóta einhverju á ská, en það minnir
um leið á öfugstreymið. Þannig er allt erindið margraddað
og sagan þó fullskýrt sögð. Slíkt verður ekki leikið með
aðskota-orðum.
Ein af ástæðunum, sem færðar eru fyrir því að taka
útlend orð i málið, er sú, að það spari mönnum nám; þeir
þurfi ekki að læra þessi orð aftur, er þeir fara að lesa út-
lendu málin, sem orðin voru tekin úr. Sérslaklega sé þetta
hentugt um ýms orð, sem tákna hugtök í vísindum og iðn-
aði og oft eru af latneskum eða grískum stofnum og höfð
i mörgum Evrópumálum. En fyrst er nú það, að orð, sem
tekin eru úr öðrum málum, breytast oftast svo mikið, að
menn þekkja þau naumast, er þeir sjá þau aftur i upphaf-
legri mynd sinni. Og hinsvegar mundi þessi skoðunarháttur
blátt áfram leiða til þess, að gjörspilla málinu. Þegar menn
fara að taka útlend orð hvert skifti er þeir muna ekki inn-
lent orð í svipinn, þá verða engin lakmörk fyrir grautar-
gerðinni. Menn hætta þá smámsaman að hugsa á móður-
málinu, og raunar er það rökrétt afleiðing af »sparnaðar-
stefnunni« að leggja móðurmálið niður og taka upp útlent
mál. Hversvegna skyldu menn vera að spara sér að skapa
og læra innlend orð yfir nokkur hugtök, en ekki yfir þau öll?
Ekki þarf að kenna því um, að svo erfitt sé að mynda
góð orð á íslenzku um hvað sem er:
»íslenzkan er orða frjósöm móðir,
ekki þarf að sníkja, bræður góðir«.
Hitt er auðvitað, að það kostar allmikla umhugsun og leit
oft og tíðum og er ekki öllum jafnt lagið fremur en ann-
að. Aðalatriðið er viðleitnin að halda málinu hreinu. Ef vér
lítum á, hvernig ástandið er nú sem stendur í ýmsum
greinum málsins hér á landi, þá er óhætt að segja, að ná-
lega allir, sem skáldskap rita, hvort heldur er í samföstu
máli eða sundurlausu, sletta mjög sjaldan útlendum orðum
og vanda málið eftir mætti. Svo er og um það, sem ritað
er i tímarit vor. Verzlunarmálið, iðnaðarmálið og sjómanna-