Skírnir - 01.01.1928, Page 160
Skirnirj
Hreint mál.
153
málið hefir verið og er enn allflekkótt i daglegu tali, en
í öllum þessum greinum er áhugi almennings að vakna
fyrir málhreinsun, og hefir Verkfræðingafélag íslands gengið
þar á undan með því að að setja svonefnda Orðanefnd, er
unnið hefir að því, í samvinnu við sérfróða menn í ýms-
um greinum, að finna og mynda orð yfir fjölda af hlutum,
er áður höfðu hálfútlend skrípanöfn. Hefir almenningur
tekið þessu starfi mjög vel og fjöldi af þessum nýju orð-
um er að komast inn i málið. í þeim greinum öllum, sem
kenndar eru á háskólanum, mun vera lögð stund á hreina
islenzku, nema í læknisfræði. Þar virðist málið vera heldur
mislitt, svo sem sjá má af Læknablaðinu. Sumir rita þar
hreina og góða íslenzku, svo sem Guðm. prófessor Hannes-
son og Guðm. landlæknir Björnson, sumir láta vaða á súð-
um. Ég get ekki stillt mig um að setja hér sýnishorn af
lakara tæinu, eftir mann, sem þó getur ritað mjög sæmi-
lega íslenzku:
»Berklaveiki er sá af öllum Infections-sjúkd. þar sem jarðveg-
urinn,' sem liann vex i, hefir mesta þýðingu. Rationel meðferð, ef
hún á að gefa nokkra von um árangur, er því eingöngu sú, sem
fyrst og fremst leggur áherzlu á að endurbæta og reparera jarðveg-
inn (likamann), og veita honum það þrek og Iífsafl, sem hann hefir
misst. — Methodisk Heliotherapi, samfara fjallalofti (Höhenkur), virð-
ist Rollier fullnægja þessum kröfum einna bezt. Sem »Allgemein-
behandlung« er sólbaðið, þ. e. áhrif sólarljóss og lofts á allan lik-
amann, sjálfsagt það, sem örfar og styrkir hann mest og bezt. Sem
»Lokal-behandlung« verður Helio-Therapien að álítast að vera »Me-
thode der Wahl«, því nú eru hin reducerandi og verkjaeyðandi áhrif
sólgeislanna, og einnig þeirra gerladrepandi og skleroserandi eigin-
leikar fullsannaðir. Sól og fjallaloft veitir einnig sjúkl. aftur bæði
andlega og líkamlega þá lífslöngun (Lebensenergie), sem þeir höfðu
misst. í slíku sól- og ioftbaði er húðin aftur komin í sitt eðlilega
Milieu, sem hún um aldir hefir orðið án að vera. — — —
Séreinkenni sólgeislalækninganna teiur hann þessi:
1. Húðin lifnar við og styrkist, hún pigmenterast. Pigmentationin
er nálega ætíð merki mótstöðuaflsins (lifsaflsins) og proportional
við það.
2. Vöðvar, iigament og bein styrkjast.
3. Liðamót verða aftur spontant mobil.
4. Spontan resorption kaldra abscessa.