Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 161
154
Hreint mál.
[Skírnir
5. Spontan elimination á sequestrum.
'6. Fistlar lokast.
7. Sárin gróa fljótt.
8. Eymsli og verkir hverfa.
9. Ödematösar og fungösar degenerationir regenerast.
10. Fullkominn afturbati«.
Af þessu dæmi má margt læra. Fyrst er það, að út-
lendu orðin, sem þarna standa, eru algjörlega óþörf, því
að þetta er allt auðvelt að segja á íslenzku. En orðin eru
og óþörf í þeim skilningi, að þau trufla skilning á efninu
fyrir þeim alþýðumönnum, sem kynnu að vilja lesa grein-
ina, og það á sízt við á voru lanot að gjöra rit að óþörfu
svo úr garði, að ekki skilji það aðrir en skólagengnir menn.
Allir sjá, hve flekkótt og rytjulegt málið verður með þessu
lagi, og það er eftirtektarvert, að orðskipunin verður jafn-
framt óislenzk. Ein syndin býður annari heim. Og ef vér
gætum að, þá er orsökin ein og söm til alls þessa. Hún
er sú, að höfundurinn sparar sér að hugsa. Hann ritar ís-
lenzku orðin meðan þau koma af sjálfu sér í hugann,
fyrirhafnarlaust og eins og þau koma, en jafnskjótt og hon-
um dettur ekki íslenzkt orð í hug, gripur hann hið útlenda,
sem er á hraðbergi vegna þess að hann hefir verið að
lesa um efnið á útlendu máli. Þarna er hættan við að slaka
á klónni. Útlendu orðin eru hægindi hugsunarletinnar. Þau
standa boðin og búin til að fylla í eyðurnar, þegar andinn
dottar. Sé leyft að sletta útlendum orðum, þá þarf eng-
inn að ætla, að það verði ekki gjört nema þar sem is-
lenzk orð eru ekki til. Það verður gjört hvenær sem rit-
höfundurinn þarf eitthvað að hafa fyrir því að rifja upp
íslenzk orð, þó að nóg sé af þeim.
Menn benda stundum til varnar útlendu orðunum á
orð, sem tekin hafa verið í málið fyrir mörgum öldum og
nú hafa fengið á sig íslenzkulegan blæ, svo sem prestur
og kirkja, en slík dæmi sýna einmitt, að sambandið við
útlenda málið, sem átti að vera aðalkosturinn, hverfur að
sama skapi og orðið verður íslenzkulegt. Nú vita lærðir
menn einir, að prestur er sama orð og presbyteros, og að