Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 162
Skirnir]
Hreint mál.
155
kirkja er aí kyriakon. Alveg eins þarf sérstakan lærdóm til
að vita, að hin nýlegu orð bíll og berkill eru sama og
automobil og tuberkel; enginn kann fremur útlendu orðin
fyrir það, þótt hann kunni þessar íslenzku útgáfur af skott-
unum af þeim. Þessi fjögur orð, er ég nefndi, hafa það öll
til ágætis sér, að þau hafa íslenzkar endingar, íslenzkan
hljóm og eru stutt og laggóð. Þau mega því vel vera kyr
í íslenzkunni; en í einu standa þau að baki jafnstuttum og
laggóðum orðum af alíslenzkum toga: þau hafa engan
frændstyrk í málinu.
En orð, sem tekin eru hrá úr útlendu vísindamáli, svo
sem orð úr læknisfræðinni, hafa það sjaldnast sér til ágætis,
að endingar þeirra, mynd og hljómur sé íslenzkuleg, og þá
verður niðurstaðan eins og dæmin sýna.
Mér virðist, að heimta verði jafnt af læknum og öðr-
um, að þeir gjöri sér að skyldu að fara vel með móður-
mál sitt. Þar sem til eru föst latnesk eða grísk-latnesk
heiti, sem almennt eru notuð í erlendum fræðibókum, þá
ætti að vera leyfilegt að nota þau hrein og óbjöguð lækna
á milli í ræðu og riti, meðan ekki eru komin góð íslenzk
heiti yfir þessi hugtök. En að öðru leyti ætti íslenzkan að
vera hrein og vönduð. Þessi latnesku heiti skera sig úr,
standa þarna eins og ákveðið verkefni, sem íslenzkunni er
síðar ætlað að leysa. Þau látast ekki vera nein íslenzka,
samþýðast ekki íslenzkunni og eru því ekki hættuleg. En
hitt má ekki með neinu móti þola, að sullað sé dönskum,
þýzkum, enskum eða frönskum orðum, allavega beygðum
°S bjöguðum, inn í málið, því að það drepur niður heil-
brigðri hugsun, smekk og velsæmi.
Það ætti að vera oss auðvelt, að þvo á nokkrum ár-
um allar útlendar slettur af tungu vorri og fá hrein ís-
lenzk orð yfir allt það, sem ritað er um hér á landi. Til
þess þarf fyrst og fremst einlægan vilja, en hann mun vaxa
að sama skapi sem menn skilja, að því hreinna sem málið
er, því víðar sér um veröld hverja.
Guðm. Finnbogason.