Skírnir - 01.01.1928, Page 163
Jótland
Jótar.
og
Það var mesti landamissir Danmerkur á síðari öldum,
er skánsku fylkin voru af henni tekin. Höfuðborgin varð
þá í útjaðri ríkisins, og er timar liðu, óx hún smám saman
úr hófi fram.
Til afsökunar því, að land og lýður gekk þarna úr
greipum Dönum, er þess venjulega getið, að eðlileg landa-
mæri heimtuðu, að Skánn gengi undir Svíþjóð.
En er sú afsökun gild? Hvers vegna gekk þá ekki Jót-
land undir Þýzkaland? Mundi Skánn vera nær Sviþjóð en
Jótland Þýzkalandi? Og hafa Þjóðverjar verið máttminni
og óherskárri en Svíar? Eða skyldu Jótar vera gæddir sér-
stökum eiginleikum, er vörnuðu því, að þeir rynnu saman
við aðra þjóð?
Það, sem hér verður tekið fram um józkan hugsunar-
hátt og lundarfar, á ekki að vera svar við þeirri spurn-
ingu, en aðeins bregða skyndiljósi yfir sum greinilegustu
einkenni Jóta.
I.
Á Jótlandi er miklu meiri munur á náttúrunni í ýms-
um hlutum landsins en annarstaðar gerist í Danmörku,
þegar Borgundarhólmur er undan skiiinn.
Suðausturjótland í grennd við Vejle skáldlegt, blítt og
brosandi; Austurjótland og héraðið við Himinfjall með svip-
miklu landslagi og vötnum; Norðurjótland með dimmbláan
Limafjörðinn, er liggur sem belti um landið frá Kattegat
vestur í Norðursjó og bugðast um gula sandhóla; Vendil-
skaginn, ineð hinar miklu, sléttu engjar og óræktarflóa, er
á sumrin sýnast standa í ljósum logum og sjást langt að;