Skírnir - 01.01.1928, Page 166
Skirnir J
Jótland og Jótar.
159
aðalsins við Svenstrup-flóa. Með ljám sínum og heykvísl-
um sigruðu þeir brynjaða riddara, er sukku til botns í flóa-
fenið. Síðar fóru bændur halloka fyrir hernaðarlist Holsteins-
manna og Clement skipari lét höfuð sitt á landsþinginu í
Vébjörgum.
* *
*
Norðurjótar eru enn jafnherskáir að eðlisfari og þá,
þótt sú hneigð, sem betur fer, geti nú ekki fengið framrás
i hernaði. En herforingjar vorir segja, að beztu hermanns-
efnin komi frá Vendilskaga, og mælt er, að bændapiltar
þar noti ennþá laugardagskvöldin til að heyja reglulegar
smáorrustur, á hestbaki, milli ýmissa sveitaþorpa.
Einn sunnudag í byrjun stríðsins kom sællegur stór-
bóndi í vagni eftir þjóðveginum á leið til kirkju sinnar á
einum stað á Norðurjótlandi. Hann var einn af helztu full-
trúum innra trúboðsins í sinni sveit og sálmabókin í pell-
bandi og gyllt í sniðum lá í vagnsætinu. Hann bauð mér
að setjast upp í vagninn hjá sér og við töluðum auðvitað
um stríðið. Allt í einu segir hann upp úr þurru: »Mon de
ett ku læ sæ gyr aa fo dem fordröwen?« (skyldi ekki
vera hægt að reka þá burt?) og svo kreisti hann svipu-
skaftið svo að hnúarnir hvítnuðu. Hann hafði altaf verið
að hugsa um Þjóðverja, þó að samtalið væri um stríðið
almennt.
Þessi vígahugur er mikilvægt atriði í eðlisfari Jóta, er
gera skal grein fyrir einkennum þeirra.
En er nú þetta sjónarmið rétt? Er ekki ýmislegt, sem
bendir í aðra átt? Ef til vill kynni einhver að nefna t. d.
merkilegan stjórnmálamann frá Vestur-Jótlandi, er var mjög
grátgjarn — eins og raunar margir aðrir landar hans í
þrengri merkingu.
En það sannar ekkert. Bjarta langhöfðakynið, sem Jót-
ar teljast til, virðist hafa sérstaklega næmar taugar og við-
kvæmar tilfinningar. En tilfinninganæmi getur verið sam-
fara herskárri lund, enda hafa menn veitt því eftirtekt um
villtustu og herskáustu þjóðflokka, að feður eru þar hinir
ástúðlegustu börnum sinum og yfirleitt heima hjá sér.