Skírnir - 01.01.1928, Page 167
160
Jótland og Jótar.
[Skírnir
Þá kynnu menn að benda á, að ekki liti fiskimenn við
Jótlandsströnd hermannlega út með netnálina undir hatt-
bandinu, sem tákn stöðu sinnar, og kyrjandi viðkvæm trú-
arljóð, t. d. með viðlaginu »Södeste navn i himlens sal,
Jesus, Jesus, Jesus!« — En að innra-trúboðið (og þar áð-
ur heittrúarstefnan) hefir fengið mest fylgi á Jótlandi,
kemur af því, að Jótar hneigjast til sterkra og ákafra geðs-
hræringa og þar með þeirra, er tengdar eru við hættu og
vogun. Þeir óska sér ekki að lifa »óbreyttu, glöðu, starf-
sömu lífi hér á jörð«, heldur að lifa í tilfinningaróti, er
fylgir byltingum og áhættu, þar sem þeir komast undan
logum helvítis og ná loks heim til hinnar nýju Jerúsalem
og mega »á gullgötum ganga«. í alþýðusöngvum innra-trú-
boðsins er því vegi sáluhjálparinnar líkt við hættulega sigl-
ingaleið milli kletta og skerja, þar sem að iokum »sér til
himnalandsins í fjarska«. Jótar vita það manna bezt, að
það er satt, sem franskur heimspekingur hefur mælt, að
»sigurinn mikli er i sömu átt og áhættan mikla«. Jótar eru
engir oddborgarar.
Samfara hugrekki eiga Jótar því djúpa trúartilfinningu
enda fer það tvennt oft saman; má minna á Cromwell og
Gústaf Adolf.
III.
Þóttinn, eitt af helztu einkennum hins herskáa, er greini-
legur í fari Jóta. Ég skal ekki draga af því víðtækar álykt-
anir, en þó benda á, að hjá Johannes V. Jensen, sérkenni-
legasta józka höfundinum, snýst nálega allt sálarlíf persón-
anna um þóttann. Og mest kveður að því í Himmerlands
sögum hans. Þar eru örfáar sögur, er ekki fjalla um þótta
og sjálfshafning, er berst og sigrar eða bíður ósigur. Tök-
um t. d. söguna »WombweIl«. Þar er sagt frá því, hvern-
ig farandloddari kemur flatt upp á bændahöfðingja í Him-
merlandi, beitir hinum virðulegu mönnum í skyndi fyrir
dýravagninn sinn og lætur þá draga hann upp úr forinni
eins og stappandi og fnæsandi hesta — svo að þeir á eft-
ir eru sneyptari en svo, að þeir þori að líta hver á annan.