Skírnir - 01.01.1928, Síða 169
162
Jótland og Jótar.
[Skirnir
ur, er gerði þessa gljálínsflík að ímynd. Hún var ein af
þeim staðreyndum, sem hann ekki neitaði. Margir józkir
bændur bera hana enn, og þá einmitt vísvitandi til þess að
auðkenna sig.
Fyrir einum tveimur árum varð ég i járnbrautarlest á
Miðjótlandi samferða dálitlum hóp józkra bænda, er að því
er mér skildist voru á leiðinni til Kolding til að líta þar á
fola. Fas þeirra og klæðaburður sýndi, að þeir voru nefnd-
arbændur. En allir höfðu þeir til þessarar ferðar sett upp
svörtu brjósthlífina.
Dæmi er sagt til þess, að svarta brjósthlífin hafi gert
mann að píslarvotti. Það var kunnur vestjózkur stórbóndi
og stjórnmálamaður, sem sagt er að hafi verið vísað burt
úr veitingasalnum í Hotel d’Angleterre af því að hann var
með þennan hálsbúnað. Aftur á móti lét einn kunnur suð-
urjózkur hestakaupmaður ekki gera sig að píslarvotti fyrir
tréskóna sína. Honum var neitað um aðgang að veitinga-
salnum í Hotel Royal i V., af því að hann var á tréskóm.
En einni klukkustund síðar sat hann inni í veitingasalnum
með sömu tréskó og sama hálmi í og átti þá hótelið. Það
kostaði dálítið, en hann gat þá drukkið síðdegiskaffið sitt
í næði, í húsi, sem hann átti sjálfur.
Að fara svo langt, að ganga á tréskóm í kaupstaðnum
eða fjarri heimili sínu, verður auðvitað áhrifamest þar sem
maðurinn er kunnur. Eg þekki norðurjózkan stórbónda, sem
ár hvert kom á tréskónum sínum á hestamarkaðinn í X,
að visu með nýjan rúghálm í skónum. Hann vissi, að eng-
inn hafði annað eins lánstraust og hann, hvort heldur var
á markaðstorginu eða hjá kaupmönnunum, og um leið og
hann þóttist sýna yfirlætisleysi sitt, taldi hann það raunar
mikinn heiður fyrir Matthiassen kaupmann, að tréskórnir
hans Páls gamla stæðu fyrir utan skrifstofudyrnar hans.
Honum fannst það varpa Ijóma yfir Matthiassen og verzl-
un hans og vera eins konar trygging þess, að allt stæði
föstum fótum.