Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 171
164 Jótland og Jótar. [Skirnir
í eðli sínu er Johannes V. Jensen skyldur Sören Kierke-
gaard — þrátt fyrir allt.
Ef dæma má eftir ritum hans, þá beindi hið augljósa
ofnæmi hans sálarlífi hans inn á við. Tvær fyrstu bækurnar
hans: »Danir« og »Einar Elkjær« sýna, að honum láta
sálarlýsingar svo vel, að hann hefði getað komizt langt á
þeirri leið. Hann hefir þó ekki síðan viljað kannast við
þessar bækur og hefir af afli beint sjónum sínum út á við
og eingöngu viljað fást við að lýsa hinum skynjanlega og
áþreifanlega heimi. Engu að síður verður i síðari bókum
hans vart við ölduslög tilfinninganna, er dyljast í djúpinu
og eru á hverri stundu komnar að því að ryðjast fram.
Hvernig mundi Kierkegaard hafa farið, ef honum hefði
tekizt að snúa huga sínum út á við (sem hann kallar: »at
realisere det almene«)? Það verður ekki vitað; en ef til
vill hefði það leitt af sér ljómandi sýnir úr umheimi, enn
glæsilegri en þær, sem hinn mikli Himmerlendingur veitti
oss. En til allrar hamingju fyrir oss, er hann eftirlét marg-
föld auðæfi anda síns, þá tókst honum það ekki.
En jafnframt þunglyndinu eiga Jótar til notalega kímni,
sem oft er blandin hagsýnni og jarðbundinni heimspeki. T,
d. þetta:
Prestur nokkur, dálítið sérvitur, en raunar Jóti, hafði
iðkað Múllersæfingar þangað til að heilinn fór eitthvað að
láta undan, og nú hafði hann meðal annars fengið þá hug-
mynd, að það væri of heitt og óhollt fyrir sig að vera í
nema nærbuxunum einum, þegar hann væri í hempu. Það
virtist líka mega á sama standa, með því að hann gekk
alltaí í háum vatnsleðursstígvélum, og leit því eins út i
augum safnaðarins. En hringjarinn gat ekki þagað yfir þessu,
og olli þetta réttmætri hneykslun. Var nú nefnd manna
send heim tíl séra P. til að fá hann til að klæða sig betur.
Hvor hélt sínu fram, og kom prestur með ýmsar nýjar
kenningar heilsufræðinnar, er áttu við heilsufar hans. Þegar
loksins allar umleitanir voru að fara út um þúfur, tók gam-
all fiskimaður til orða og mælti: »Ja, nær Worherre haar
gi’n Dem æ Embed, saa gir han Dem ogsaa nok Kraft til