Skírnir - 01.01.1928, Síða 172
SkírnirJ
Jótland og Jótar.
165
at bær æ Bowser«. (Nú, úr því að Drottinn hefir gefið
yður embætti, þá gefur hann yður víst líka mátt til að
bera buxur).
Þá var ekki lítil lífsspekin hans gamla Per Krogh, sem
á sínum tíma var bóndi í Norður-Thy. En hann varði líka
mestu af timanum til að hugsa. Hann sat við endann á
borðinu sínu. Á öðru horninu stóð tóbakskassinn, en á hinu
fallega löguð brennivínsflaska úr hvítu gleri, en á borðinu
fyrir framan hann stöð hin mikla gamalölsskál. Hafði hann
ýmist rauða skotthúfu eða háan hatt á höfði, eftir því
hvort virkur dagur var eða helgur, og alltaf var svipurinn
að breytast, ýmist bros eða tár, eða myrkur og agndofi.
Per Krogh vék svo sem aldrei úr þessu varnarvirki
sínu. Ekk.i heldur eitt sinn, er nágranni hans leit inn til
hans og sagði honum meðal annars, að ein tuttugu naut
frá næsta bæ væru á beit á hafraakrinum hans. Hann tott-
aði pípuna um stund og sagði: »Boonddens Kwæg i Boond-
dens Havre, det kan hverken skade eller gavne«. (Gerir
■ekki agnar ögn, þótt özli naut í höfrum bónda).
En daginn eftir að Sidsel gifti sig, vék hann sér sem
snöggvast úr varnarvirkinu. Þau Maren höfðu gift Sidsel
einkadóttur sína efnaðasta piltinum í sókninni, og Per Krogh
samsinnti því ánægjulega, þegar Maren bölvaði sér upp á
það, að þeim gæti aldrei farnast illa.
Daginn eftir brúðkaupið finnur vinnumaðurinn, Pe Krest-
jan Ajsen, sem var að aka mykju á akur, tengdasoninn
unga blindfullan í laut úti á akrinum. Pe Krestjan setti
tengdasoninn upp á mykjuvagninn, ók með hann heim að
■aðaldyrum og lét þar smella í svipunni. Þá kemur Per
gamli Krogh út, tottar pípuna, horfir lengi rólega á fyrsta
afrek tengdasonar síns og segir um leið og bann snýr sér
við til þess að ganga inn: »Geti annar eins maður og Da-
víð fallið, hve vel verðum við þá að gæta okkar, Pe Krest-
jan Ajsen«.
VI.
Jótar eru skrafhreifir. Þeir eru leiknir í því samtals-
formi, sem á józku er kallað »at prate«. Það eru rólegar