Skírnir - 01.01.1928, Side 174
Skirnir|
Jótland og Jótar.
167
að hann var maður, er treysti meðbræðruin sínum blátt
áfram og var hreinn og hrekkjalaus í hugsun — þó að hann
hins vegar væri ekki sneyddur mannþekkingargáfu; Eng-
lendingar hafa ekki kunnað ver en aðrar þjóðir að fara
með utanríkismál sín. Reynsluskyn Jóta hefir kennt þeim,
»at der skal nöj for nöj« (að nokkuð verður að koma fyrir
nokkuð, sbr. »Æ sér til gildis gjöf«), til þess að viðskifti
séu heilbrigð, og að hyggilegra er að koma sér svo fyrir,
að maður eigi greiða hjá öðrum, heldur en að aðrir eigi
hjá manni; þess vegna á maður að forðast að verða skuld-
ugur í víðtækari merkingu. Þar sem Jótar hugsa á þessa
leið, breyta þeir sjaldan hugsunarlaust; þeir spyrja um hvat-
irnar, og þeir muna greiða og góðverk (og reyndar hið
gagnstæða líka). Má vera, að þessi einfalda ráðvendni, er
einkennir józkan hugsunarhátt gagnvart öðrum mönnum,
virðist ekki sérstaklega háleit eða hrífandi. En hún hefir
sitt gildi þar sem ekki þarf dag hvern að heimta hetjudáð.
Margir mundu telja lýsingu á sálarlifi Jóta áfátt, ef
ekki væri minnst á tryggð þeirra. Það er þó efasamt, hvort
hún er meiri en hjá öðrum Dönum, eða meiri en yfirleitt
hjá norrænum og germönskum þjóðum. Hjá þeim er hún
að vísu á háu stigi í samanburði við það, sem hún er hjá
latneskum þjóðum.
VII.
Hvergi kemur hin einfaida ráðvendni Jóta svo skýrt í
ljós sem í verzluninni. Fyrir Jóta vorra tíma er verzlunin
einskonar afrás fyrir bardagahvötina, uppbót fyrir stríð.
Eða ef til vill öllu heldur var það; því að á vorum vél-
gengu tínium er lika verið að leggja lamandi hönd á þessa
tegund frjálsrar starfsemi manna.
Það má sjá þess daglegan vott á Jótlandi, hve mikill
áhuginn á verzlun er hjá öllum. Ég skal nefna lítið dæmi:
Þegar Peder A. sem nú er tollgæzlumaður í —sundi
var fermdur í Aggersborgarkirkju, lagði S. prófastur þessa
spurningu fyrir hann á kirkjugólfi: »Getur þú svo, minn
kæri Peder Kristian, sagt mér, hverjar eru þrjár aðalhátíðir