Skírnir - 01.01.1928, Page 175
168
Jótland og Jótar.
[Skírnir
hins kristna safnaðar?« Peder Kristian svaraði því hiklaust:
»Yooi og Pohsk og Hjallerup Markin« (Jól og páskar og
Hjallerup markaður. Það var hinn mikli hestamarkaður í
Hjallerup, norðan við Álaborg; hann stendur í átta daga).
Jótar hafa naumast sama rótgróinn áhuga á jarðrækt
og Eydanir. Og á józkum bæjum er venjulega ekki sú regla
og næstum kvenleg alúð, sem getur verið á eyjabæjunum,
þó að húsin á Jótlandi séu betri og traustari. En kvikfjár-
rækt og verzlun er líf og yndi Jóta; það eru og störf, sem
skyldari eru ferðalögum, víkingaferðum og bardögum en
jarðræktin. Þar mun og ástæðan til þess, að íslendingar
eru hneigðari fyrir kvikfjárrækt og verzlun en fyrir jarð-
rækt. —
* *
*
Nú eru nokkrar kynslóðir gengnar um garð síðan józkir
bændur og nautrekar urðu efnaðir menn á því að »reka
naut til Husum«. En þó má enn hér og þar sjá smá-spora
eða granna spánsreyrs-svipu með pellbandi — er molnar
af elli —, sem langafi hafði, þegar hann reið til Þjóðverj-
ans. Þessir hlutir liggja nú ásamt háa flókahattinum í gam-
alli kistu uppi á lofti, ef þeir hafa þá ekki verið gefnir á
Amtssafnið. Nautarekstur var stór verzlun og gaf fé og álit.
Löngu eftir að þessari verzlun var hætt, fóru farand-
salar um og seldu allskonar smádót úr kistu sinni. Það var
lika arðvænt. Og þær eru teljandi, józku sveitakrárnar, sem
ekki eiga sína sögu um myrtan farandsala!
Prjónlesmangarar voru frá Miðjótlandi og voru stund-
um ríkir menn, eins og saga Blichers sýnir. Faðir Sören
Kierkegaards kallaði sig ætíð »Hosekræmmer«, þótt hann
væri stórkaupmaður í Kaupmannahöfn.
Á Jótlandi voru margskonar mangarar. Meðal þeirra
mætti líka nefna hina skrítnu humlamangara. »Æ Bind-
kræhmer« (tóvinnumangarinn) helzt enn við. Prjónvörur
hans eru sagðar frá Hammerum héraði; en þær eru víst
ekki alltaf þaðan. »Æ Bindkræhmer« er ein af síðustu leif-
um fornra józkra lifnaðarhátta, sem nú eru að hverfa. En
þegar betur er að gáð, mun það koma í ljós, að mörg