Skírnir - 01.01.1928, Side 176
Skírnir)
Jótland og Jótar.
169
traust verzlun á rót sína að rekja til józks tóvörupoka eða
humlapoka.
* *
*
En víkjum nú aftur að viðskiftareglum Jóta. Jafnskjótt
og sveitadrengirnir eru orðnir altalandi, fara þeir að verzla
með vasahnífa, göngustafi, pípur, vindla- og vindlingahylki,
kanínur, dúfur o. s. frv., en síðar með reiðhjól og dýrmæt-
ari hluti — í stuttu máli, allt sem nöfnum tjáir að nefna
og þeir komast höndum yfir.
En undir eins í hópi þessara ungu verzlunarmanna eru
strangar reglur um það, hvað gera má og hvað ekki! Auð-
vitað er það skylda að leika á viðskiftamann sinn — en
ekki á hvern hátt sem er: Það mega ekki vera leyndir
gallar á hlutnum; sé honum lýst, þá má lýsingin ekki vera
villandi o. s. frv. o. s. frv. En fyrst og síðast: Loforð verð-
ur að halda.
Siðspeki drengjanna var runnin af sama almenna hugs-
unarhætti og fullorðna fólksins og af fordæmi þess. Það
er sagt um hina miklu hrossamangara, sem nú eru að fyrn-
ast, að það var alveg óhætt að treysta þeim, ef maður fól
þeim að sjá um sinn hag; þeir brugðust aldrei trúnaðar-
starfi, sem þeim var falið, t. d. ef maður, sem ekki hafði
vit á hestum, bað þá um að selja sér hest og lét þá sjálfa
ráða verðinu. í bók Jakobs Knudsens: »To Slægter«, er
ágæt og sönn lýsing á suðurjózkum stórkaupmanni, er
verzlar með búfénað og er svo samvizkusamur, að sjúk-
legt má heita.
Mennirnir eru nú sjaldan eins góðir og þeir ættu að
vera, eða vilja vera, og hugsjónirnar berjast við breyzk-
leikann.
* *
*
Stjórnmálum er í háði líkt við hrossakaup, bæði í Dan-
mörku og á íslandi.
Hvað sem því líður, þá er enginn efi á því, að nokk-
uð af bardagaorku Jóta fær afrás í stjórnmálum, engu síður
en í verzlun. Og sumt er líkt: Þó að stjórnmál séu hrossa-
kaup, þá geta þau verið heiðarleg hrossakaup. Og um