Skírnir - 01.01.1928, Side 177
170
Jótland og Jótar.
[Skirnir
kunnan vestjózkan stjórnmálamann urðu verstu andstæð-
ingar hans að játa, að hann hefði alltaf reynzt orðheldinn
maður. Þá er það líkt í verzlun og stjórnmálum, að menn
mega ekki láta leika á sig. í hrossakaupum leiðir það af
sjálfu sér, en einnig í stjórnmálum mundi það vera eitt hið
versta, er kjósendur gætu borið józkum stjórnmálamanni á
brýn, er hann á að gera þeim grein fyrir orðum sínum og
gjörðum, ef segja má, að hann hafi látið leika á sig. Jótar
hafa ekki heldur alltaf látið snúa á sig í stjórnmálunum,
•og að þeir hafa engir eftirbátar verið, má meðal annars
ganga úr skugga um tneð því að athuga, hverjir hafa verið
ráðherrar, siðan stefnuskiftin urðu. Kemur þá í ljós, að Jót-
land hefir lagt til mjög drjúgan hluta, og af stjórninni, sem
nú situr að völdum, munu aðeins vera tveir, sem ekki
eru Jótar.
VII.
Jótar fá lof fyrir nægjusemi sina, og þeir geta verið
nægjusamir. Það mun þó síður vera sá eiginleikinn, heldur
æfintýraþrá þeirra og hugrekki til að tefla á tvær hættur,
er oft skilar þeim vel á leið. Einskonar víkíng, þó í mjög
litlum stíl væri, voru Vesturheimsferðir á síðari hluta 19.
aldar. Kjörin urðu of erfið á Jótlandi fyrir fátækt bænda-
fólk, sem var að vaxa upp, og svo lögðu ungu mennirnir
af stað og sigldu vestur um haf, í þetta skifti Atlantshaf.
Oft voru þessir ungu Argónátar skringilega útbúnir. Ég
veit dæmi þess, að allt unga fólkið á einum bæ lagði af
stað (um 1880) og hafði stærsta deigtrogið á bænum fyrir
sameiginlegt ferðakoffort. í því voru föt, stígvél, verkfæri,
sauðarlæri, svínshöfuð o. s. frv. o. s. frv. Þeir urðu að lok-
um stórbændur vestra. Sjaldan fundu þessir ungu Argó-
nátar þó gullreifið — fákunnandi, barnslegir og alls ófróðir
um heiminn. Þeir urðu að byrja of lágt og skorti kænsku
og kergju, er sumar aðrar þjóðir hafa, til að ýta sér upp
á við. En sum af börnum þeirra og barnabörnum hafa
oiðið myndarlegir verksmiðjueigendur, kaupmenn og stjórn-
málamenn.