Skírnir - 01.01.1928, Page 178
SkirnirJ
Jótland og Jótar.
171
Ættarþótti Jótanna heíir komið greinilega fram í átt-
hagaskáldskap þeirra, sérstaklega Limafjarðarskáldanna:
Johannes V. Jensen, Aakjær, Skjoldborg, Jacob Knudsen,
Thöger Larsen, Marie Bregendahl, Richardt Gandtup, An-
ders Thuborg, Thomas Olesen Lökken o. fl. Það voru þeir
Aakjær og Johannes V. Jensen, er á sínum tima »vöktu
józku hreyfinguna« með tímaritinu »Jydsk Stævne«, er átti
að vera »ritað af józkum mönnum um józk efni«. Þeir
vildu benda á sérkenni Jótlands og Jóta; og komu ágætar
lýsingar af Jótlandi og íbúum þess, og er það eftirtektar-
vert, að þær voru einkum frá þeim hlutum Jótlands, sem
talið er að mest hafi kveðið að á víkingaöldinni og flesta
lagt til af þeim, er heldu yfir hafið. Það var því engin
tilviljun, að hinn sérkennilegasti þeirra, Johannes V. Jen-
sen, hvatti mjög til þess að beina sjónum vestur á bóg-
inn, til Englands og sérstaklega til Ameríku.
Krafan um józkan háskóla er síðasti votturinn um það,
að Jótar finna, að þeir eru greinilega afmarkaður og merkur
hluti hinnar dönsku þjóðar, að þeir eru sér urn skaplyndi,
hugsunarhátt og tilfinningalíf, eiga einkennilegan, alþýðleg-
an menningararf og samband við fortíðina. Með józkum
háskóla mundi vesturhluti Danmerkur, þar sem hreinasta
kynið á heima, fá fullt færi á að sýna hvað í honum býr;
en hingað til hafa atvik sögu og máls valdið, að hann gat
það ekki.
Kort K. Kortsen.