Skírnir - 01.01.1928, Page 179
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
Eftir Guðbrand Jónsson.
í ritgerð um Jesúítaregluna í Skírni 1926 lýsti ég hinu
einkennilega siðalögmáli (casuistik) reglunnar, og kenningu
þeirri, sem henni er eignuð, að tilgangurinn helgi aðferðina.
Þó að Jesúítar hafi aldrei við haft þessi orð og sverji
fyrir þau, er varla hægt að lýsa hagkvæmiskenningu þeirra
á annan veg í fám orðum. Ég vitnaði í rit Jesúíta og
nefndi nokkra atburði úr sögunni, sem hvorki á nútiðar-
eða þátíðarmælikvarða geta talizt annað en illvirki — morð
og morðtilraunir, sem Jesúítar voru frumkvöðlar að og luku
opinberlega lofsorði á, af því að þau voru í samræmi við
hagsmuni þeirra og þá siðalögmál líka.
Með þessari kenningu sinni voru Jesúítar ekki ein-
göngu búnir að koma óorði á reglu sína, heldur á allan
kaþólskan lýð. Því segir séra Einar Guðmundsson í Skot-
landsrímu, sem hann orti útaf Gowriesamsærinu gegn Ja-
kobi VI. Skotakonungi (I. Englakonungi):
Kenna muntu kompán þann
með klénan draupnis-sveita;
pápisk þjóðin pretti kann,
plaga þeir svik að veita.
Þetta var að vonum, því að ýmsir forráðamenn kirkj-
unnar höfðu orðið til að veita Jesúítum brautargengi og
jafnvel lýst aðdáun sinni á þeim. Þá er Jakob Clément
Jakobínamunkur myrti Hinrik III., var það ekki Jesúítinn
Mariana einn, sem hældi því verki, heldur lýsti páfinn,
Sixtus V., því yfir á kardínálaráðsfundi, að »verk Jakobs
Cléments verði að happadrýgindum fyrir heiminn jafnað til
holdtekju og upprisu drottins, en að hugrekki til dáða Ele-