Skírnir - 01.01.1928, Page 180
Skirnir] Púðursamsæri Guy Fawkes 1605. 173
azers og Júdíthar«. Þó að margir beztu menn kirkjunnar,
lærðir og leikir, hafi bæði fyrr og síðar lýst óbeit sinni á
reglunni, gætir þess í almenningsálitinu lítils, þegar margir
prestar og prelátar enn í dag láta sér það um munn fara,
að það sé að ráðast á kaþólska kirkju, að veitast að Jesú-
ítareglunni. Auðvitað eru þeir menn andleg eða veraldleg
handbendi reglunnar, og hvort sem þeir halda slíku fram
af fáfræði eða hlutdrægni, þá er það víst, að þetta er rangt.
Jesúítareglan á með öllu óskylt við kirkjuna og kenningu
hennar, hitt væri villutrú. Ef hér mætti nota líkingu, væri
sanni næst að segja, að Jesúítareglan væri sótblettur á
andliti kirkjunnar, en undir væri ásjóna hennar hrein, hvít
og síung. Það mun nú þykja ærinn baggi á Jesúitaregluna,
að það er á hana sannað. að hún hafi verið frumkvöðull
að morði einstakra manna, en það er því miður langt frá því,
að þar við sitji. Hún hefir orðið hvatamaður og frumkvöðull
að einni hinni víðtækustu og ægilegustu morðtilraun, er sögur
fara af. Það var ekki einn og ekki tíu, sem ráða skyldi bana í
einu,’ heldur mörg hundruð manna. Ekki að eins konungur
og hyski hans, heldur og löggjafarþing heillar þjóðar. Skal
því atviki lýst hér og atferli Jesúíta við það tækifæri. En
mönnum gæti nú orðið að spyrja, hvort Jesúítareglan hefði
þá um margar aldir verið úrval glæpamanna og bófa. Því
mætti svara með orðum þeim, er Bismarck hafði um and-
stöðuflokk sinn: »Einzeln vernúnftig, massenhaft dumms.1)
Hver einstaklingur Jesúítareglunnar getur verið vandaður
og góður maður, en sem reglubræður, — sem regla eru
þeir háskalegir.
27. október 1605 barst Mounteagle lávarði, þingmanni
í efri málstofu enska þingsins, nafnlaust bréf, þar sem hann
undir rós er varaður við því að taka sæti í þinginu, sem sett
verði 5. nóvember, »því að þeir muni verða fyrir hræðilegum
skell á þinginu« og muni »sá atburður ganga eins skjótt um
garð eins og ef þér brennduð þetta bréf«. Mounteagle lagði
1) Sem einstaklingar skynsamir, sem flokkur lieimskir.