Skírnir - 01.01.1928, Side 181
174
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skirnir
ekki meira upp úr þessu bréfi en menn almennt leggja upp
úr nafnlausum skrifum, en sýndi það þó sama dag Salis-
bury lávarði, sem var einn af ráðherrum konungs. Ekki
virtist hann þó heldur taka mark á bréfinu, því að eftir að
hann fékk það í hendur, lét hann konung óátalið fara á
veiðar og sýndi honum fyrst bréfið, er hann kom aftur
31. október. Ef trúa skal hinni opinberu skýrslu um málið,
skildi konungur viðstöðulaust dulmæli bréfsins á rétta lund,
að hér væri samsæri á ferðum til að sprengja þinghúsið í
loft upp á sjálfan þingsetningardaginn.
Til þess að samsærismönnum gæfist sem bezt færi á
að hlaða niður sönnunum á hendur sér, var öllum ráðstöf-
unum til varnar frestað fram á síðustu stund. Fyrst dag-
inn fyrir þingsetninguna, 4. nóv., fer Suffolk lávarður við
nokkra menn í þinghúsið og niður í kjallarann undir því,
og fann þar allmiklar birgðir af kolum og kurlviði. Sá hann
þar og mann, sem reyndi að fara í felur og spurði hann,
hver hann væri. Kvaðst hann vera þjónn Thomas Percy,
sem leigt hefði kjallarann undir eldivið um hálft annað ár,
og var það látið gott heita. Héldu samsærismenn sig þá
óhulta og héldu undirbúningnum til glæpsins áfram í ákafa.
En nú var leyndarráðinu (privy council) skýrt frá mála-
vöxtum og iét það undir miðnætti umkringja þinghúsið og
leita í kjallaranum að nýju. Fundust þá undir kolunum og
hrísinu 36 púðurtunnur. Var nú gripinn maðurinn, sem í
kjallaranum var, og fundust á honum eldfæri og kveikju-
þræðir (»luntar«). Var maður þessi, sem kvaðst heita John
Johnson, yfirheyrður þegar um nóttina í viðurvist konungs
sjálfs, og játaði hann þá, að hann myndi hafa sprengt þing-
húsið í loft upp, meðan konungur, lávarðar, biskupar og
aðrir þingmenn voru við þingsetningu, ef hann hefði ekki
verið handsamaður um nóttina, en ekki vildi hann segja
til félaga sinna. Kvaðst hann hafa viljað ráða konung af
dögum vegna þess, að hann væri í páfabanni.
Um morguninn var John Johnson fluttur í kastalann
Tower og var nú píndur til sagna. Sagði hann þá til nafns
síns, sem væri Quy (Guido) Fawkes, skýrði frá tilgangi