Skírnir - 01.01.1928, Side 182
Skírnir]
Púðursainsæri Guy Fawkes 1605.
175
og tilhögun samsærisins og taldi fram helztu samsæris-
menn.
Reyndust það vera allmargir leikmenn kaþólskir, sem
gert höfðu samsærið, og voru tildrögin þessi:
Frá því að Hinrik VIII. Englakonungur 1534 sleit sam-
bandi ensku kirkjunnar við rómversk-kaþólsku kirkjuna,
hafði oltið á ýmsu um trúarbrögðin á Englandi. Það var
víðar en á íslandi, að nýbreytnin um trúarbrögðin var
lengi að fá festu. Að vísu mjakaði siðaskiftunum áfram á
dögum Játvarðar VI., en er María drottning (Blóð-María)
tók við stjórn varð annað uppi á teningnum, og játaði
enska þingið 27. nóvemher 1554 ensku kirkjuna undir páfa
aftur. Þegar Elízabet að Maríu látinni kom til ríkis (1558),
sneri enn við blaðinu, því að með tvennum lögum var kirkja
Hinriks VIII. endurreist, en rómverska kirkjan ger útlæg, og
hefir það haldizt síðan. Voru kaþólskir menn nú jafn óánægðir
sem mótmælendur voru á dögum Maríu, sem von var.
Enn átti þó eftir að harðna. 1570 hafði Páll páfi V. lýst
Elízabet í bann. Eftir það rigndi niður lögum á Englandi
um skerðingu á frelsi kaþólskra manna, sem oss myndu nú
þykja óviðunandi, svo sem um það, að þeir mættu ekki
sitja á þingi. Þeir voru því orðnir all-langeygðir eftir stjórn-
arskiftum, þegar Elízabet andaðist 1603. Kom þá til ríkis
sonur Maríu Stuart Skotadrottningar, Jakob VI. Skotakon-
ungur, er á Englandi nefndist Jakob I. Þó að hann væri
mótmælandi, bjuggust kaþólskir menn við öllu góðu af
honurn, af því að hann hafði, sem Skotakonungur, átt í
brösum við presbyteríana. í fyrstu virtist sú von og ætla
að rætast; Jakob lét í öndverðu vel að kaþólskum mönn-
um og kvaðst vera andvígur ofsóknum gegn þeim, ef þeir
væru honum hollir þegnar. Hann rakst þó fljótt á, að nokk-
ur misbrestur mundi verða á því, því að 9. júní 1603, er
Jakob hafði setið rúma tvo mánuði að völdum, komst upp
um samsæri tveggja kaþólskra presta gegn konungi. Þá var
honum og kunnugt um búllu Klemensar páfa VIII., þar sem
páfi lýsir hvern þann óarfgengan til ríkis á Englandi, að
Elízabet látinni, sem ekki vinni eið að því, að styðja róm-