Skírnir - 01.01.1928, Síða 183
176
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skirnir
versku kirkjuna eftir megni. Þótti konungi því vissara 22.
febrúar 1604 að endurnýja lög frá 1584, er skipuðu öllum
Jesúítum og kaþólskum prestum úr landi á 40 daga fresti
að viðlagðri landráðasök. Upp úr þessu spratt síðan sam-
særið. —
Aðalmaður samsærisins var Robert nokkur Catesby,
maður af góðum ættum. Hafði hann að vísu áður haft ein-
hverja tilburði til samsæris, en það var fyrst í marz 1604,
að púðursamsærið var ráðið. Voru samsærismenn í önd-
verðu örfáir og datt þeim í hug að fá Guy Fawkes, sem
var í herþjónustu og jafn kunnur að hreysti sem að of-
stækisfullu fylgi við rómversku kirkjuna, til að fremja
verkið. Var Fawkes sóttur til Flandern. í maí sama ár
komu samsærismenn saman, skriftuðust og tóku sakra-
mentið hjá Jesúítaprestinum Henry Garnet, og unnu þess
áður dýran eið í hans viðurvist og á sakramentinu, að ljósta
engu upp né láta framkvæmdir falla niður. Var nú ráða-
gerðin fullger: að ráða skyldi á þingsetnmgardegi konungi,
drottningu, Hinriki ríkisarfa, lávörðum, biskupum og öllum
þingmönnum bana með púðursprengingu, en yngra syni
konungs, Karli (síðar Karli I.), sem ekki yrði viðstaddur,
skyldi bana sér í lagi. Dóttur konungs, Elizabet, sem
hafðist við í Combe Abbey og þá var 11 ára (síðar
Bæheimsdrottning), skyldi handsama og gera að drottn-
ingu, og skyldu kaþólskir menn fara með völd fyrir hana.
Hafði svo verið ákveðið í öndverðu, að þing kæmi saman
7. febr. 1605. Leigðu samsærismenn því í nóvember eða
öndverðum desember 1604 hús eitt við hlið þinghússins og
ætluðu að grafa göng á milli kjallarans undir því húsi og
þinghússkjallarans. 11. desember fóru þeir að grafa göngin.
Leið ekki á löngu áður þau voru komin að grunnvegg þing-
hússins, sem var þriggja álna þykkur, og sáu samsæris-
menn þegar, að ekki myndu þeir brjóta þann vegg í tæka
tíð. Það kom þeim því einkarvel, að þingsetningu var af
sérstökum atvikum frestað til 7. október og síðan til 5.
nóv. Það kom þeim þó allra-bezt, að um þessar nrundir
var geymsla boðin til leigu í kjallara þinghússins, og var