Skírnir - 01.01.1928, Page 185
178
Púöursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skirnir
eftir lifðu, dregnir fyrir umboðsdóm 8 lávarða, og þó að
þeir allir, og meðal þeirra Fawkes, sem áður hafði játað
allt fyrir dóminum, neituðu sekt sinni, urðu þeir þó um
síðir að játa, svo var sannanamagnið mikið. Voru þeir síð-
an dæmdir til lífláts og fjórir þeirra hengdir 30., en fjórir
31. janúar 1606.
Þeir, sem minna höfðu verið við málið riðnir, voru
leiddir fyrir svonefndan stjörnudóm (Star chamber), dóm-
stól, sem sérstaklega var ætlað að fjalla um afbrotamál
gegn stjórninni, og dæmdir þar í fésektir eða lítilfjörlegar
fangelsisvistir.
Það voru samsærismennirnir, aðalmaðurinn Catesby,
Guy Fawkes, sem samsærið er kennt við, af því að hann
átti að kveikja í púðrinu, og aðrir, er staðið höfðu að hin-
um ytri framkvæmdum, er þarna voru teknir af.
Það er engum blöðum um sekt þessara manna að
fletta, en jafnvíst er hitt, að aðrir, sem blásið höfðu að
kolunum og lagt á ráðin, voru miklu sekari.
Við rannsókn málsins kom það skýlaust í ljós, að Guy
Fawkes og aðrir samsærismenn höfðu verið lítið annað en
verkfæri, — blind af trúarofstæki, — er þeim hyggnari
menn höfðu beitt með hinni stökustu lævísi. Og jafnframt
sannaðist það, að sjálfur Catesby, sem virtist vera aðal-
maðurinn og foringi flokksins, var ekki annað en peð í
annara höndum.
Svo sem áður er getið, höfðu samsærismenn unnið eið
fyrir séra Henry Garnet úr Jesú-hersveit. Kom það ennfremur
í ljós, að JesúítafeðurnirGarnet.OswaldTesmond ogJohn Ger-
rard,sem raunarnefndustmörgum nöfnum einsog hverjiraðrir
flugumenn, væru meira en lítið við málið riðnir, og fóru svo
leikar, að 15. jan. 1606 var gefin út varðhaldsskipun á hendur
þeim. Náðust Garnett og Gerrard, en Tesmond komst úr landi.
Aðal-kæran snerist á hendur föður Henry Garnet.
Ókunnugt er að vísu, hvenær hann var handsamaður og
með hvaða atburðum það varð, en það hefir verið ein-
hverntíma milli 15. jan. og 13. febr., því að þann dag hefst