Skírnir - 01.01.1928, Page 187
180
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skírnir
Hafði hann áður veitt Squire aflausn fyrir verkið og látið
hann vinna þess dýran eið, að hann skyldi koma verkinu
í framkvæmd og engu upp ljósta. 1601 var reynd önnur
aðferð. Á því ári sendi sjálfur Henry Garnet bréf til Spán-
ar til Arthurs nokkurs, sem reyndar var sendimaður Jesú-
ítareglunnar á Spáni og hét réttu nafni Joseph Creswell
(Philopater). Var efni bréfanna það, að bjóða Spánarkon-
ungi aðstoð kaþólskra manna á Englandi, ef hann vildi
ráðast á England. Hét konungur þeirri herferð og lofaði
að leggja fram liðug £ 20.000 til örvunar fylgismönnum
sínum þar í landi. Þó kæmi fyrst til hans kasta, er drottn-
ing væri látin, og skyldi tafarlaust láta hann vita, er þann
atburð bæri að höndum. Þó ekki sé þess getið, sýnist það
þó af þessu líklegt, að samfara þessu hafi verið einhver
fjörráð við drottningu. Páfastóllin lagði og fulltingi sitt til
með tveimur búllum Klemensar VIII. um það, hverjir væru
hæfir til ríkisstjórnar á Englandi, og hefir þeirra verið
getið. Þær búllur voru sendar til Spánar, og þar með
áskorunarbréf til Spánarkonungs, að láta ekki undir höfuð
leggjast herferð til Englands, er hin »arma« Elízabet drottn-
ing, eins og það var orðað, væri önduð.
Það verður því ekki með sanni sagt, að Jesúítareglan
hafi, ef svo mætti segja, látið upp á sig standa við Eliza-
bet, þó að reglan væri ekki nema 18 ára gömul, er drottn-
ing tók við stjórn, og er sízt að furða, þó að hún amaðist
við reglunni. En glæpatilraunir þessar eru allar sannaðar
með játningu þeirra manna, er ætluðu að fremja þær.
Elízabet andaðist 24. marz 1603.. Og í sama mánuði
sendi Garnet mann til Creswells á Spáni, með þau boð, að
að nú yrði til skarar að skríða af hendi Spánarkonungs. 22.
júní sendi Jesúítinn Baldwin Guy Fawkes til Flandern í
sömu erindum, en þar átti Spánarkonungur lið. Um leið
keyptu þeir Garnet og Gerrard mikið af reiðhestum, og buðu
þá fram handa spánska hernum, er hann kæmi til Englands,
og bentu um leið á heppilega lendingarstaði. Þeir skoruðu
samtímis á enska menn kaþólska, að veita Jakob konungi
enga hollustu, af því að hann væri »rang«-trúaður.