Skírnir - 01.01.1928, Síða 188
Skírnir] Púðursamsæri Guy Fawkes 1605. 181
Meðan á þessu stóð hafði komið nokkuð babb í bát-
inn, þar sem samsæri kaþólsku prestanna Wilsons og Clerks
hafði komizt upp. En hér réð þó mestu, að Spánarkon-
ungur var orðinn ófriði afhuga með öllu, enda voru
þá orðnar friðarumleitanir með þeim Filipusi III. og Jakobi
og urðu af fullar sættir í ágúst 1604. Jakob konungur
varð hylltur með mestu spekt og Garnet þorði ekki
annað en að brenna páfabúllurnar. Hann og félagar hans
urðu því að grípa til gömlu ráðanna, og komst nú púður-
samsærið á laggirnar.
Áður en farið er frekar út í hlutdeild Garnets og ann-
ara Jesúíta í púðursamsærinu, verður að geta atviks, sem
varpar sérstaklega ógeðslegum blæ á atferli einmitt þessa
manns. Svo sem kunnugt er, átti Garnet eftir öll samsærin
á dögum Elízabetar mjög sökótt við konungdóminn. Hann
sótti því um það til Jakobs konungs í janúar 1604, að sér
yrðu gefnar upp sakir að fullu, gegn því að hann upp
þaðan héldi óbrigðula hollustu og trúnað við konung, og
var. það fúslega veitt. En þó leið varla mánuður fyrri en
Garnet var farinn að vinna að púðursamsærinu.
Það, sem kunnugt er um hlutdeild Garnets og annara
Jesúíta, hefir sannazt að nokkru leyti af framburði Cates-
by, Fawkes og annara samsærismanna, svo og af fram-
burði Francis Treshams og Garnet sjálfs. Francis Tresham
hafði þegar játað hlutdeild sína og Garnets að fullu. Hann
lézt ódæmdur í varðhaldi, en afturkallaði, áður en hann
dó, ummæli sín um Garnet. Garnet hafði í fyrstu, þegar
hann var handsamaður, orðið gersamlega bugaður af magni
sannananna, sem til voru á hendur honum, og játað allt,
tilknúður af »tanta nube testium« (öðru eins moldviðri af
vitnum). Þá játningu sína kallaði hann þó aftur, og byggði
vörn sína á því, að hann hefði aðeins vitað um og þagað
yfir samsærinu. Þetta kom illa heim við síðari ummæli
Treshams, sem fyrir þrábeiðni konu sinnar hafði skömmu
fyrir andlátið lýst yfir því, að Garnet hefði hvorki átt hlut
að né vitað um samsærið. Varð þetta ósamræmi Garnet
háskalegt. Játning Garnets á þekkingu og þögn um sam-