Skírnir - 01.01.1928, Page 189
182
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skírnir
særið var hins vegar ekki gefin af fúsum vilja. Er hann
afturkallaði hina fyrstu játningu sína, hafði hann farið að
halda fram fullkominni sýknu sinni. Var hann þá beittur
bragði, sem að vísu var litlu sæmilegra en athæfi hans
sjálfs, en knúði hann til þess að játa nú aftur vitund sína
og þögn um samsærið. Reglubróðir Garnets, Oldcorne, var
hafður í haldi í næsta herbergi við hann, en fangavörður-
inn var látinn segja Garnet af leynidyrum milli herbergj-
anna, og heimsóttu Jesúítarnir síðan hvor annan, — á laun,
að þeir héldu. Reyndar voru hafðir menn á hleri, sem jafn-
harðan rituðu upp, hvað þeim félögum fór á milli. Oldcorne
gekk til játningar um síðir, en Garnett þrætti í lengstu lög,
en breytti loks framburði sínum sem að ofan er Iýst, og
afsakaði ósannsögli sína með því, að engum væri ætlandi
að ásaka sjálfan sig.
Það sannaðist í raun réttri full hlutdeild á Garnet. Það
er ekki rúm til þess hér, hvorki að minnast á allt það, sem
sannaðist né heldur, hvernig það sannaðist. Hið allra helzta
af því skal þó talið og sérstaklega hin einkennilegu undan-
brögð hans um þau atriði.
Þegar þeir Garnet og Catesby í ársbyrjun 1604 voru
að ráðgast um púðursamsærið, spurði Catesby Garnet sem
andlegan föður að því, hvort heimild væri til að fyrirfara
saklausum til þess að geta náð til sekra, með því að vist
væri, að í púðursprengingunni hlytu að farast margir ka-
þólskir menn og þeim hliðhollir. Garnet svaraði, að »ef
það væri málstað kaþólskra manna til gagns, að mörgum
sekum væri fyrirkomið, en nokkrir saklausir yrðu að slæð-
ast með, þá væri óefað rétt að myrða alla og fyrirfara
þeim«. Hann tók dæmi. Borg er í höndum óvina, en í borg-
inni dvelja nokkir vinir þeirra, er um hana sitja, — þeirra
vegna verður árás ekki látin niður falla. Með slikum kenn-
ingum og hvatningum fór Catesby að smala mönnum í
púðursamsærið.
í maí 1604 tók Garnet, svo sem nefnt hefir verið, eiða af
samsærismönnum, en um Jónsmessuleytið áttu þeir Garnet
og Catesby tal um samsærið og kom saman um, að með