Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 190
Skirnir]
Púðursanrsæri Guy Fawkes 1605.
183
þetta ráðabrugg yrði að fara eins og það væri mannsmorð,
sem reyndar líka var. Gerðist Garnet þá svo ósvífinn að
vilja gera páfann samsekan sér og beiðast samþykkis hans.
Þar kom Catesby þó fyrir hann vitinu, svo að ekki varð
af því.
í maí 1605 varð uppreisn kaþólskra manna í Wales
og þá gat Garnet ekki lengur á sér setið og skrifaði páfa
bréf, þar sem hann beiddist eftir skipun frá páfa eða Jesú-
ítaforingjanum Aquaviva, — hinum illa anda reglunnar, er
skemmdi hið góða verk Loyola, — um að kaþólskir menn
forðuðust alla uppreisn og óróa, svo að næði fengist til að
koma fyrirætlun púðursamsærisinanna í verk. Að páfi hafi
ekki svarað þarf ekki að efa, en hinsvegar var yfirmaður
Jesúítanna, Claudius Aquaviva, hertogi af Teramo, líklegur
til alls.
Garnet hafði verið það slunginn að vilja við engan
leikmann tala um samsærið nema Catesby. Hinsvegar tal-
aði hann um það við reglubræður sína. í júní átti hann
samtal við Greenwell (Tesmond). Til varygðar létu þeir
svo heita, að það væri skriftamál, en úr þeim má
engu uppljósta. Höfðu þeir þessi skriftamál á gangi, sem
ekki er venja. Snerist ræðan þar um það, hver við stjórn
skyldi taka á Englandi að Jakob látnum. Kvaðst Garnet fyrir
dóminum fyrst hafa frétt af púðursamsærinu þá, en það
var ósatt. Kvaðst hann sumpart hafa þagað til að bjarga
lífi margra, nefnilega samsærismanna, en gleymdi því, að
hann hafði þar með steypt lífi miklu fleiri manna í voða.
Hann kvaðst að vísu hafa beðið til guðs, að tilræðið mis-
tækist »nema það væri kaþólskum málstað að gagni«, og
sver þetta orðalag sig í ættina. Þó hafi hann engu mátt
uppljósta vegna skriftahelginnar. Maður í dóminum, sem
virðist hafa haft nasasjón af eðli skriftanna, spyr, hvort
hann verði að halda því leyndu, ef skriftborið sé við hann,
að myrða eigi konung; hann játar, sem rétt er, — nema því
aðeins að bersýnilegt sé, að skriftamálið sé skrípaleikur af
annari hvorri hálfu, en þess getur Garnet ekki. Hann er
og spurður að þvi, hvorí ekki þurfi að játa og iðrast synd-