Skírnir - 01.01.1928, Síða 191
184
Púðursamsæri Guy Fawkes 1605.
[Skirnir
ar áður en aflausn sé veitt. Svarar hann því játandi. Hann
er spurður, hvort hann hafi afleyst Greenwell af hlutdeild
í samsærinu. Garnet játti því. Þegar hann er spurður, hvort
Greenwell hafi iðrast og lofað að láta af glæpnum, svaraði
hann, að Greenwell hefði lofað að gera það sem hann gæti.
Beint úr »skriftunum« fór Greenwell þó til Jesúitans Hall
og skoraði á hann að vera tilbúinn og ýta undir uppreisn
eftir föngum. Hér gat því ekki verið um neitt skriftamál
að ræða, þó að hins ytra forms þess hafi að einhverju
leyti verið gætt, því að andlega innviðu þess vantaði. Hins-
vegar hafði skriftamálið verið haft að skálkaskjóli og hinir
tveir virðulegu prestar vísvitandi gerzt sekir að kirkjunnar
lögum um helgispjöll (sacrilegium). Þetta sannaðist fyllilega.
Garnet hafði játað, að hann hefði til skamms tíma marg-
sinnis átt tal við Francis Tresham, en Tresham hafði hins-
vegar á banabeði lýst því yfir, að hann hefði ekki séð
Garnet í 16 ár. Með vitnum sannaðist, að frásögn Garnets
væri sönn. Einn dómarinn spurði hann, hvernig bæri að
skilja framburð Treshams. »Gæti verið, lávarður minn«,
svaraði Garnet, »að hann hafi talað tvírætt«. En svo sem
kunnugt er, töldu Jesúítar það góða siðferðislatínu.
Þess skal getið, að Garnet var ekki píndur til sagna,
eins og venja var í þá tíð. Það var þó ekki af mannúð,
tíðarandinn var þá ekki slíkur, heldur var það gert til þess
að gera sönnunina fyrir sekt Jesúíta en átakanlegri og
greinilegri í augum Evrópu.
Auðvitað fóru leikar svo, að báðir Jesúítarnir Garnet
og Oldcorne reyndust sannir að sök og voru þeir dæmdir
til dauða. Hvað um Gerrard varð, er ekki ljóst. Oldcorne
var hengdur 7. apríl 1606, en Garnet 3. maí sama ár.
Þegar Garnet stóð undir gálganum sannaði hann enn
einu sinni, að andi Jesúítanna var runninn honum í merg
og bein. Hann sagði þá lýðnum, að hann hefði neitað sekt
sinni í fyrstu af því, »að ég vissi þá ekki að svona miklar
sannanir væru til á hendur mér«. Það mátti því segja, að
hann væri reglunni trúr til dauðans.