Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 194
Skirnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
187
óljósri hugsjónaást og vitstola heift til hinna æðri stétta.
Hann vissi að matarlyst lýðsins var gráðug og rángirnin
hóflaus, en hitt var honum eigi síður kunnugt, að alþýðan
var ráðlaus og hverful, — máttstola af vantrú á sjálfa sig.
Lenin var í engum vafa um, hverju sæði skyldi sá í svo
vel plægðan akur. Aldrei hafði nokkur hugsun hans hvarfl-
að frá hinu mikla takmarki, sem hann hafði einblínt á frá
æskudögum: að frelsa allt mannkyn undan oki auðvalds-
ins. Enda var hann ekki tvíráður, er tækifærið bauðst.
Kommúnistar, sem að vísu voru hlutfallslega mjög fámenn-
ir, skyldu brjótast til valda yfir hinum æðisgengna og stefnu-
lausa múg og umskapa síðan þjóðfélagið samkvæmt átrún-
aði sínum. Völd sín skyldu þeir verja á sama hátt, sem
þeir hefðu aflað þeirra: með miskunnarlausu ofbeldi allrar
tegundar, — með hverri þeirri aðferð, er að vopni mætti
verða. Morðvíg og manndráp, tryggðarof og samningasvik,
andlegar pyndingar og líkamlegar, lygar og falsmæli, —
allt skyldu það lögleg og leyfileg vopn, væri þeim beitt í þjón-
ustu hins góða málefnis. Lenin innrætti fylgismönnum sín-
um oft og rækilega, að slíkt væri lögmál þeirrar baráttu,
sem þeir yrðu að heyja, og frá því mættu þeir aldrei víkja.
Það var eitt höfuðboðorð hans, að kommúnistar mættu engu
eira og einskis svífast og aldrei leggja af sér vopnin, fyr
en yfir lyki með þeim og yfirstéttunum og rudd væri til
fulls alþjóðabrautin inn i fyrirheitna landið.
Þrátt fyrir allt varð þó Lenin sjálfur að beygja svír-
ann fyrir bændum og kaupsýslumönnum Rússlands árið
1922. En hann viðurkenndi aldrei, að þar með hefði hann
hvikað frá skoðunum sínum. Þá mikilvægu tilslökun, sem
hann neyddist þá til að gera, taldi hann aldrei annað en
neyðarúrræði til bráðabirgða, leik á borði, sem kommúnist-
ar mundu leiðrétta til fulls, er þeir væru koinnir í ríki sitt.
En um það efaðist hann aldrei, að þeirra ríki væri nálægt.
í 1. hefti Vöku þ. á. var stefnu og lífskoðunum kommún-
ista lýst að nokkru. í línum þeim, sem hér fara á eftir, verð-
ur minnst á tilraunir þeirra til þess að innræta æskulýðnum
skoðanir sínar. Verður vitanlega aðeins drepið á nokkur