Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 195
188
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skirnir
höfuðatriði þessa merkilega máls, sem er gersamlega ein-
stætt í sögu þjóðanna, bæði fyr og síðar.
2.
Bolsjevíkar kanr.ast auðvitað hreinskilnislega við það,
að þeir byggi allar sínar vonir á æskulýðnum. Þeir segja, að
öll hin eldri kynslóð sé í raun og veru óhæf til nýtilegra
framkvæmda, því að annaðhvort sé hún útslitin af ham-
förum byltingarinnar eða gagneitruð af hugsjónum borgara-
stéttarinnar, svo að öreigalýðnum sjálfum sé jafnvel' til
einskis trúandi. Bolsjevíkar hafa og margjátað, að allt
hefði farið forgörðum hjá þeim þegar í upphafi, ef þeir
hefðu ekki tekið menn af borgarastétt í jijónustu sína á
öllum sviðum, bæði í her, umboðsstjórn og iðnrekstri. En
þeim hefir vitanlega alltaf verið það hið mesta áhugamál,
að losa sig svo skjótt sem unnt væri við þessa ótryggu
og erfiðu augnaþjóna, sem hafa að vísu verið kúgaðir til
hlýðni, en þó aldrei tekið svo tamningunni, að kommúnist-
ar þori að treysta þeim. í þeirra stað eiga sem fyrst að
koma ungir menn af öreigastétt, óþreyttir og óspilltir af
borgaralegum hleypidómum, en þaulæfðir í Iærdómum
kommúnista og alvopnaðir trúfræði þeirra.
Bolsjevíkar höfðu frá upphafi haft miklu víðtækari
áform, en að steypa hinu gamla þjóðfélagi einu saman í
rústir. Sömu leiðina skyldi allt fara, sem af því hafði
sprottið: öll »borgaraleg« menning, listir, vísindi, trúar-
brögð, náms-efni og náms-tilhögun í skólum o. s. frv.
Bæði Lenin og Trotski brýndu fyrir fylgismönnum sínum,
að öll hin iniklu tímabil mannkynssögunnar hefðu getið af
sér nýja, einstæða og stórfenglega list (Egyptar, Forn-
Grikkir, gotneski stíllinn á síðari hluta miðalda), nýja heim-
speki og nýjar lífsskoðanir, — nýtt horf við lífinu. Undir
þetta heróp tók öll breiðfylking flokksins með svo geyst-
um tryllingi, að sjálfum foringjunum stóð brátt stuggur af
þeim ólátum. Hinir bráðlátustu Bolsjevíkar vildu alls ekki
fremur líta við hinum »borgaralegu« vísindum, skáldskap
og listum, heldur en hinum fornu trúarbrögðum. Þeir voru