Skírnir - 01.01.1928, Page 198
Skirnir] Menntamál Sovjet-Rússlands. 191
hið »borgaralega« hjal um yfirburðagáfur, sé ekkert annað
en fleipur og hégómi.
Á sviði myndlistar og tónlistar voru samskonar til-
raunir gerðar, en engin tök eru til að lýsa þeim tilraun-
um hér. Líkneski öll skyldu vera stórfengleg og hrika-
leg, en sum þeirra voru svo ferleg, að hinir vitrari
Bolsjevíkar neituðu að afhjúpa þau. Tónlistin skyldi
vera sem hávaðamest; stundum voru haldnir söngleikar,
þar sem verksmiðjupípur og bílhorn voru einu hljóðfærin.
En enginn mátti vera söngstjórinn, þvi að návist hans gat
ekki samrýmzt lýðstjórnar-hugsjónum kommúnista.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um það, við hví-
lík kjör öll andleg viðleitni á að búa, þar sem allt er
vegið á vogum hins óðasta ofstækis. En lesöndum til
skilningsauka skulu þó tilfærð hér nokkur ummæli rithöf-
undsins Sasnovski’s:
»Þá er ég sit í hinu mikla leikhúsi, hlusta á sönglist,
horfi á leiksviðið og hinn glæsilega rauðgullna sal, þá
kenni ég stings einhvers staðar í hjartanu: Nei, nei, ekki
þetta . . .
Ég vil ekki æsa forvitni þína, ég vil segja þér blátt
áfram, um hvað ég er að hugsa og hvað ég þrái.
Hefir þú, háttvirti lesari, nokkru sinni átt sæti á alrúss-
nesku Sovjet-þingi? Ef svo er, þarf ég ekki að fjölyrða við
þig, — þá hefir þú sjálfur reynt það. En ef svo er ekki,
þá trúðu mér fyrir þér, réttu mér hönd þína og ég mun
Ieiða þig . . .
Sovjet-þing er ein hin stórfenglegasta tónkviða (sym-
foni), sem nokkru sinni hefir heyrzt í þessum heimi. Höf-
undur tónkviðunnar er 150 miljóna þjóð í.miklu landi. Þeir,
sem koma fram á leiksviðið, eru þúsund beztu sona þess-
arar þjóðar — hinir örfáu gáfumenn, sem veraldarsagan
getur um.
Sérhver tónkviða er ólík öllum öðrum. Hver hefir
heyrt tónkviðuna nr. 2, 7. nóv. 1917 (byltingardaginn) í
Smolni í Petrograd. Því er nú ver og miður, að mér auðn-
aðist ekki að vera sjálfur áhorfandi að þessum ógleyman-