Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 199
192
Menntaniál Sovjel-Rússlands.
[Skírnir
lega og einstæða sjónleik. Tilskipunin um friðinn, tilskipunin
um jarðeignir og tilskipunin um afnám hinna útlendu rík-
isskulda — þessi þrefaldi samhljómur kom við innstu
hjartataugar mannkynsins og klauf það í tvær fylkingar,
vini og féndur Sovjet-Rússlands!« — — —
Svo svinbeygðar eru yfirstéttir Rússlands, að þær
þorðu engum mótmælum að hreyfa gegn þessum endem-
um, fremur en öðrum pyndingum, sem þær urðu að þola
þegjandi. Það var öreigamúgurinn sjálfur, sem kvað upp
dauðadóminn yfir öllu þessu örvita orðasvalli og listabraski
»menningar«-leiðtoganna. Verkalýðurinn átti svo mikið eftir
af heilbrigðri skynsemi, að hann gat ekki litið hin nýju
»listaverk« réttu auga. En um bókmenntirnar er það að
segja, að sjálfur forstöðumaður ríkisforlagsins hefir orðið
að viðurkenna, að verkamenn séu með öllu fráhverfir hin-
um nýju skáldritum og vilji ekki við þeim líta, enda skilji
þeir hvorki upp né niður í þeim. Öll þessi mistök stafi af
því, að skáldin skilji ekki múginn, standi ekki í lífrænu
sambandi við hann. Ríkisforlagið hefir því neyðzt til að
hætta við útgáfu hinna svonefndu byltingar-skáldrita, þó
að því væri það þvert um geð, en snúið sér í þess stað
að öðru þarflegra og arðvænlegra verkefni, útgáfu stafrófs-
kvera og alþýðlegra fræðirita.
Sjálfsagt er og að geta þess, að margir hinna vitrustu
Bolsjevíka snerust, er stundir liðu, öndverðir gegn öllum
þeim vitfirrtu öfgastefnum, sem fram komu á sviði lista og
bókmennta. Má þar til einkum nefna Worowski, bezta
ritdómara Sovjet-Rússlands, Lenin og Trotski. Trotski mun
hafa verið einn hinn fyrsti, sem lét í Ijós tortryggna og
tannhvassa andúð gegn hinu nýja brauki og bramli í list-
um og bókmenntum. Árið 1920 fannst honum þegar ástæða
til að minna fylgismenn sína á, að ný menning gæti ekki
orðið til á einni svipstundu. Öreigarnir hefðu nú að vísu
brotízt til valda, en nú ætti það að vera þeirra fyrsta verk,
að þrífa í sínar hendur öll þau fornu menningartæki, sem
þeir hófðu ekkert vald haft yfir: iðnrekstur, skóla, blöð og
leikhús. Á þann hátt gætu þeir byrjað að ryðja brautina