Skírnir - 01.01.1928, Side 200
Skirnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
193
til nýrrar menningar, en því mætti enginn gleyma, að sú
braut mundi reynast grýtt og torsótt á Rússlandi, þar sem
hinn forni menningararfur væri svo fátæklegur og þjóðin
öll í örbirgð eftir þau ósköp, sem yfir hana höfðu dunið
á ófriðar-árunum. Menntamenn Bolsjevíka ættu því ekkii
á næstu árum að vera að hugsa um að skapa nýja menn-
ingu, því að enn þá væri enginn grundvöllur til, sem hún •
yrði reist á. Hitt væri meiri nauðsyn, að gera múginn þess
umkominn að nema hin nauðsynlegustu frumatriði hinnar
fornu menningar! »Þá er verksmiðjuofnarnir eru orðnir
hvítglóandi, þá er hjólin snúast hraðar, þá er skólarnir
vinna með betra árangri« o. s. frv., — þá er fylling tím-
ans komin, — þá mun ný menning rísa og nýr listastíll
fæðast af sjálfu sér. — Lenin tók alveg í sama streng. Að
vísu mun enginn hafa fellt æsilegri og ófyrirleitnari dóma
um alla hina »borgaralegu« inenningu, en hann. En hann
hristi höfuðið yfir krampaflogum hinna nýju rithöfunda og
listamanna og kvað verk þeirra ónýt og gagnslaus. Þeim
væri nær að taka sér það verk í hendur að kenna alþýð-
unni að lesa og skrifa, því það væri hið fyrsta frumskil-
yrði »sannrar öreiga-menningar«.
3.
Zarstjórninni var alltaf illa við hagskýrslur, því að
þær gátu opinberað ýmis óþægileg leyndarmál, sem bezt
var að heimurinn vissi ekkert um. Til dæmis má taka, að
árið 1897 auglýsti stjórnin tölu læsra manna og skrifandi
í ríkinu. Af hverjum 1000 rússneskum karlmönnum, sem
voru þá milli 15 og 50 ára, voru 318 læsir og skrifandi,
en af hverjum 1000 konum aðeins 131. En síðan hvarf
stjórnin frá því óráði að birta slíkar skýrslur, og mun eng-
in rannsókn hafa farið fram um þetta efni, fyr en Bolsje-
víkar komust til valda. Lenin lét sig þetta mál afarmiklu
skifta, og við rannsókn, sem hann lét fara fram árið 1918,
kom í Ijós, að þá voru nokkru fleiri læsir og skrifandi
heldur en 1897, en þó var yfirgnæfandi meiri hluti almúg-
ans enn þá blindur og bóklaus. Lenin skildi allra manna
13