Skírnir - 01.01.1928, Síða 201
194 Menntamál Sovjet-Rússlands. [Skirnir
bezt, aö við svo búið mátti ekki standa. Hann leit svo á,
að baráttan gegn hinni óskaplegu fáíræði almúgans væri að
minnsta kosti eins nauðsynleg og baráttan gegn gagnbylting-
armönnum. »Sérhver bóklæs maður á að telja það skyldu
sína að kenna nokkrum ólæsum mönnum lestur og skrift,
það er eitt höfuðatriðið á stefnuskrá Bolsjevíka að bjóða
‘út (»mobilisera«) öllum þeim, sem kunna að lesa«.
Eitt af einkennum Lenins var barnaleg bjartsýni og
trú á skjótan sigur, að hvaða verki sem hann gekk. í árs-
byrjun 1918 var hann vongóður um, að kommúnistar mundu
geta leitt málefni sín til sigurs á fáeinum mánuðum. Og
hann fullyrti, að á 10 ára afmæli byltingarinnar (1927)
skyldi ekki vera einn einasti ólæs maður á Rússlandi. En
báðir þeir spádómar hafa brugðizt heldur hrappallega.
Lenin fór oft með spásagnir, og fylgisinenn hans trúðu á
hann eins og á véfrétt, en sannspár reyndist hann sjaldan.
Hinu verður aldrei neitað, að hann barðist fyrir alþýðu-
fræðslunni með óbilandi starfsþoli og stefnufestu, en því
má auðvitað ekki gleyma, að hún átti að vera sniðin al-
gerlega eftir kreddum og átrúnaði kommúnista. Eftir að
Sovjet-stjórnin hafði setið 2 ár að völdum, nutu 6 miljónir
manna kennslu í Jestri og skrift. Þá var einkum unnið að
því að gera rauða herinn og verkalýð bæjanna læsan, og
var ekkert til sparað, hvorki fé né fyrirhöfn. 1. maí 1922
þóttist Sovjet-stjórnin geta staðhæft, að þá væri enginn
sá liðsmaður í rauða hernum, sem kynni eigi að skrifa
sendibréf eða lesa létta bók. En vinnulýður iðnaðarbæjanna
á að hafa verið orðinn al-læs árið 1924. Hér er óneitan-
lega mikið menningarverk unnið, en þó fylgir böggull
skammrifi, því að enginn maður á Rússlandi má lesa neitt
annað en það, sem stjórnin leyfir. En ef Rússar komast
einhvern tíma í tölu frjálsra þjóða, þá munu allir viður-
kenna, að Lenin og menn hans hafi unnið hið þarfasta
verk á sviði alþýðufræðslunnar.
En úti um sveitir landsins varð baráttan margfalt
erfiðari og ávextirnir miklu minni. Þar voru stofnaðir marg-
ir undirbúnings-skólar til þess að kenna lestur og skrift, og