Skírnir - 01.01.1928, Blaðsíða 202
S kírnirj
Menntamál Sovjet-Rússlands.
195
er talið, að þeir haíi verið um 3000 árið 1926. Voru þeir
einkum reistir við járnbrautastöðvar, svo að börnum yrði
auðveldara að sækja þá. Þessir skólar voru auðvitað alltof
fáir til þess að geta fullnægt mannmergðinni á hinu geysi-
lega landflæmi, og mun féleysi og skortur á rétt-trúuðu kenn-
araliði einkum hafa valdið því, að þeir urðu ekki miklu fleiri.
En þar að auki lét stjórnin reisa fjölda annara menntastofn-
ana, lestrarsali, smábókasöfn, samkomuhús, þar sem fyrirlestr-
ar skyldu haldnir, víðsvegar út um bændabyggðir Rússlands.
1926 var talið, að til væru 10000 slíkra stofnana. Lenin
hafði alið mikinn hluta ævi sinnar á bókasöfnum og hafði
hina mestu trú á menningargildi þeirra. Hann vildi nota
allt, sem »nýtilegt« væri úr hinum gömlu bókasöfnum,
— þ. e. a. s. allt, sem kæmi ekki í bága við kenningar
kommúnista, — reisa ótal mörg ný, og koma síðan á föstu
sambandi milli þeirra, þannig t. d., að maður austur í Úral
gæti fengið hverja bók, sem hann vildi og til væri i ein-
hverju bókasafni ríkisins. En trúarofsi hans og annara
kommúnista sneru þessari ágætu hugmynd i vitfirring.
Stjórnarnefnd sú, sem annast átti um alþýðufræðsluna,
— kona Lenins, Krúpskaja, var formaður hennar, — gaf
bráðlega út lista yfir forboðnar bækur og höfunda — að
dæmi páfastólsins! Á þessari bannskrá voru nöfn þeirra
Platós, Kants, Schopenhauers, Herberts Spencers og
Nietzsches. Alls voru tilgreind nöfn 94 höfunda, sem voru
dæmdir útlægir úr bókasöfnum ríkisins. En þar að auki
var óæðri embættismönnum falið að bannsyngja aðra rit-
höfunda og einstakar »hættulegar« bækur, svo að bóka-
söfnin saurguðust eigi af þeim.
Þess er enginn kostur að ræða hér hinar margvíslegu
tilraunir Bolsjevíka til þess að mennta lýðinn að sínu skapi.
Ofurhugi og dugnaður þeirra er ódrepandi, en hvergi hafa
þeir beitt sér ákafar en í fræðslustarfsemi sinni. Þeir hafa
stofnað marga tilraunaskóla í þeim tilgangi að afla sér
þekkingar um það, hverjar leiðir myndu fljótfarnastar til
þess að »sannmennta« alþýðuna. Er það margra manna mál,
sem þó eru engir vinir Bolsjevika, að þessir tilrauna-
13*