Skírnir - 01.01.1928, Side 203
196
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skimir
skólar muni að ýmsu leyti hafa innt af höndum gagnlegt
starf í þarfir uppeldisfræðinnar. Þá hafa Bolsjevíkar og
stofnað fjölda barnaheimila og barnagarða. Rithöfundurinn
Fiilöp-Miller bendir á, að vert sé að minnast þess, að árið
1897 hafi fáar eða engar slíkar stofnanir verið til,.
en 1926 hafi 3000 barnaheimili veitt 370000 börn-
um fræðslu og mörgum þeirra fullt uppeldi. Satt er það,
en þá má ekki heldur gleyma öðrum börnum, sem hafa
orðið talsvert harðar úti. Engar harmsögur, sem bor-
izt hafa frá Sovjet-Rússlandi, eru svo feiknum fylltar, svo
nístandi sárar sem sögurnar uin börnin, sem hafa orðið
munaðarleysingjar fyrir mannvíg byltingarinnar og hungurs-
neyðina miklu, sem geisaði 1920. Franskur blaðamaður,
Geo London, hefir nýlega ritað bók um Rússland (Red
Russia, 1928) og gerir hann sér bersýnilega far um að
halla hvergi réttu máli. Margt bar fyrir augu hans á Rúss-
iandi, en ekkert varð honum svo hörmulega hugstætt sem
þessir útburðir bolsjevíka-þjóðfélagsins. Hann varð þeirra
tvisvar sinnum var, einu sinni í Moskva og annað sinn í
Leningrad, og varð svo mikið um það, sem fyrir augun
bar, að hann kveður sér muni það aldrei úr minni líða.
Hann sat eitt góðveðurskvöld á torginu fyrir framan
leikhúsið mikla í Moskva. Þar var fjöldi kvenna, sem seldu
alls konar blóm, og ilmaði torgið allt af blómangan. Þar
var og margvíslegt sælgæti á boðstólum. En um leið og
sú hugsun rann upp í huga hans, að það væri í rauninni
yndislegt að vera í Moskva, »þá bar í einni svipan djöful-
lega sýn fyrir augu, sem vakti takmarkalausa meðaumkun
mína. Tólf garmslegir,' hálfnaktir strák-hvolpar hlupu fram
á mitt torgið. Þeir ljósta upp tryllingslegu ópi. Af andlits-
svip þeirra er allt mannsmót horfið. Callot sjálfur málaði
aldrei hræðilegri skepnur. Fólkið á torginu forðast þá, en
lætur enga undrun í Ijós. Það er auðséð, að menn eru
vanir þessari sjón. En útlendingurinn, sem sér þetta í fyrsta
sinn, verður innkulsa af hryllingi, jafnvel þótt hann sé við
öllu búinn og hinn harðgerðasti maður. Hver er þessi ægi-
legi hópur?