Skírnir - 01.01.1928, Qupperneq 205
193
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skirnir
skólunum, hver vera skyldi grundvöllur hinnar »nýju menn-
ingar«, sem þeir allir voru sammála um, að hlyti að koma
í stað hinnar borgaralegu menningar, fyr eða síðar.
Svo sem flestum er kunnugt, eru nú engin lögmælt
ríkistrúarbrögð á Rússlandi, en hitt vita ef til vill færri,
að þar drottnar nú lögákveðin TÍkisheimspeki.
Nokkru eftir aldamótin 1900 deildu jalnaðarmanna-
flokkar Rússlands, Bolsjevíkar og Mensjevíkar, mjög um
það, hverjar heimspekilegar lífsskoðanir jafnaðarmönnum
bæri að aðhyllast. Þótt undarlegt megi virðast, hölluðust
Bolsjevikar þá að svo nefndri »idealistiskri« heimspeki, en
Mensjevíkar voru ákafir efnishyggju-inenn. Lenin dvaldi þá
í París. Hann hafði þá um hríð fengizt aðallega við lög-
fræðisleg efni. En nú var hann beðinn að leggja sinn dóm
á, hvorir hefðu rjettara að mæla í þessari heimspekilegu
deilu, og má af því marka, hve feiknarmikla trú bylt-
ingarflokkar Rússlands höfðu þá þegar á honum, ungum
manni og litt reyndum. Hann lét ekki biðja sig tveim sinn-
um, fór til London og fékkst þar við »heimspekilegar
rannsóknir« um stund, — sumir segja í tvö ár, aðrir í sex
vikur, og veit ég ekki, hvort sannara er. Eftir það ritaði
hann bók um málið og féllst algerlega á efnishyggju-skoð-
anir andstæðinga sinna, Mensjevíka. Er það víst ekki of
djarflega til getið, að fyrir honum hafi vakað, að þær skoðanir
væru einfaldari og handhægari á vígvelli stétta-baráttunnar,
heldur en hinar »idealistisku« lífsskoðanir, sem Bolsjevíkar
höfðu aðhyllzt þangað til. Það er að minnsta kosti víst, að
þó að Lenin væri gæddur mörgum afburða-hæfileikum, þá var
hann ekki heimspekingur. Jafnaðarmaðurinn Landau-Aldan-
off, sem raunar var andstæðingur Lenins, en þekkti hann vel
og hefir fúslega viðurkennt hina miklu foringjahæfileika
hans, kemst svo að orði um heimspekisiðkanir hans: »Það
er ljóst, að Lenin hefir haft sams konar mætur á heim-
spekinni sem menn hafa á fjandmanni sínum. Hann hefir
lesið nokkrar heimspekilegar bækur, þ. e. a. s. blaðað í
gegnum þær, af nákvæmlega sömu ástæðum sem þýzkir
liðsforingjar hafa lagt stund á rússneska tungu«.