Skírnir - 01.01.1928, Page 206
Skirnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
199
Bolsjevíkar voru ekki seinir í snúningum, er dómur
Lenins birtist, og beygðu þeir sig flestir samstundis undir
hann. Aldrei mun nokkur »heimspekingaflokkur« hafa hrak-
yrt og svívirt andstæðinga sína greypilegar en þeir, enda
ber meira á ólgu tilfinningalífsins, heldur en kaldri hugsun
í heimspekilegum ritum þeirra. Lenin sjálfur hafði í því
sem öðru kennt lærisveinum sínum listirnar. Innan um
»heimspekilegar« útlistanir hans gjósa sífellt upp heitir
straumar fúkyrða, sjóðandi af andstyggð og heift til and-
stæðinga hans. Hann innsiglar »heimspekilega« dóma um
andstæðinga sína með slíkum orðum sem >*heimska«, »vit-
firring«, »rökglæfrar«, »fúlmennska«, »illmannleg sjónhverf-
ing« o. s. frv.
En hver er þá þessi rikisheimspeki Bolsjevika?
Það er efnishyggja, svo sem hún birtist í ritum nokk-
urra franskra rithöfunda á 18. öld og í kenningum ýmissa
vísindamanna á 19. öld. En kenning efnishyggju-manna er
i sem fæstum orðum á þessa leið: Fyrst var aðeins hin
dauða náttúra til; síðar hefir lífið sprottið af henni og loks
hugsunin. »Andinn« er því ekkert annað en sérstakt form
efnisins. Hin svonefndu andlegu fyrirbrigði eru eiginleikar
efnis, sem hefir formazt á vissan hátt. Andinn er tilorðinn
fyrir æva-langa framþróun efnisins, og því er það rang-
mæli, að »andinn« sé fjötraður af efninu, hann er þvert á
móti sjálfur efni, — í æðsta formi. — Heimspekingar Bolsje-
víka benda sérstaklega á það höfuðatriði, að það sé vís-
indalega sannað, að jörðin hafi verið til, áður en nokkrar
lifandi verur voru til á henni. Hið lífræna efni hafi mynd-
azt langa-löngu síðar og sé ávöxtur hins dauða efnis.
Lenin sagði, að þetta væri sjálft grundvallar-atriði efnis-
hyggjunnar, að hinn »ytri heimur« hafi verið til áður en
nokkur meðvitund var til, sem gæti skynjað hann. Af þess-
um hlutræna veruleika, óháðum allri skynjun, séu einmitt
öll andleg fyrirbrigði sprottin. Því að úr því að efnið var
til á undan meðvitundinni, þá verður ekki hjá því komizt
að álykta, að efnið sé frumveruleikinn, sem meðvitundin
eða skynsemin sé sprottin af.