Skírnir - 01.01.1928, Side 207
200
Menntamál Sovjet-Rússlands.
[Skirnir
Þessi kenning varð Lenin svo hjartfólgin vegna þess,
■að honum var auðvitað ljóst, að ef allt líf einstaklingsins,
andlegt og líkamlegt, var háð efnislögmálum einum saman,
þá hlaut allt þjóðfélagið aö lúta sömu lögmálum, þar sem
það er ekkert annað en safn fleiri eða færri einstaklinga.
Öll fyrirbrigði þjóðfélagsins — trúarbrögð, vísindi, list, heim-
speki, yfirhöfuð öll fyrirbrigði mannlegrar menningar, voru
þá sprottin af »framþróun efnisins«. Og eftir að Bolsje-
víkar voru komnir til valda, voru allar aðrar heimspeki-
legar eða vísindalegar kenningar um þetta mál bann-
sungnar sem »villukenningar«. Söguskilningur Karls Marx’
var auðvitað lýstur ugglaus og óhrekjandi sannleikur. Æðri
sem lægri kennarar urðu að víkja úr embættum, ef þeir
gátu ekki aðhyllzt þessa nýju ríkisheimspeki, því að um-
burðarlyndari var hún ekki, en hin fornu ríkistrúarbrögð
höfðu verið.
En hvernig líta nú heimspekingar og visindamenn Ev-
rópu á kenningar efnishyggju-manna? Það má óhætt full-
yrða, að þær kenningar eru nú fullkomlega úr sögunni alls
staðar nema á Rússlandi. Hinn austurríkski rithöfundur Fr.
Eckstein kemst svo að orði um heimspeki Bolsjevíka: »Ef
litið er yfir allt heimspekikerfi Bolsjevíka, þá verður maður
þegar var við kynlegan skort á forvitni: hinir rússnesku
kommúnistar nema staðar í rannsóknum sínum við ákveðið
atriði, eftir eigin vild og geðþótta, og vilja banna með
valdboði, að lengra sé haldið áleiðis. Þeir hafa ákveðið
með einskonar reglugerð, að »efnið« skuli vera þetta
.■síðasta atriði og hafa lýst því yfir, að allar rannsóknir, sem
fara út fyrir þau takmörk, er þarmeð eru sett, séu saknæm
trúarvilla. í Vestur-Evrópu eru menn ekki svo lítillátir og
nægjusamir um frumrök mannlegrar þekkingar. Þar hafa
menn spurt, fyrst og fremst, hvað þetta »efni«, sem allt
annað á að vera sprottið af, sé þá í raun og veru«. Og síðan
útlistar höfundurinn, hvernig eðlisfræðin hafi sífellt fjarlægzt
hugtakið, »efni« meir og meir, en nú séu efst á baugi hug-
tökin »orka« og»kraftur«. Á síðustu áratugum hafa þau
undur gerzt, að allt, sem áður var talið fast og víst í eðlis-