Skírnir - 01.01.1928, Page 208
Skírnir]
Menntamál Sovjet-Rússlands.
201
fræðum, er nú talið »afstætt« og á hvörfum. Annars er vit-
anlega ókleift að gera nokkra grein fyrir þessum miklu
nýjungum hér, sem nú eru að gerbylta hugmyndum manna
um tilveruna, enda kunna engir aðrir en stærðfræðingar og
oðlisfræðingar um slíkt að rita. Það eitt er víst, að í þess-
um efnum eru heimspekingar Bolsjevíka hinir eindregnustu
afturhaldsmenn, sem nú eru uppi. Skal nú þessu næst sagt
frá, hverjum aðferðum Bolsjevíkar beita til þess að berja
þessar kenningar sínar inn í þjóðina.
5.
Þeir létu sér vitanlanlega ekki nægja að dreifa flug-
ritum út um landið, heldur sneru þeir sér fyrst og fremst
að háskólunum til þess að »hreinsa« þá rækilega. Fyrsta
boðorðið var að vernda æskulýðinn fyrir »andlegu eitri
hinnar fornu lífsskoðunar«. Nafnfrægum háskólakennurum
í heimspeki, sem höfðu hallazt að þessum svonefndu »ide-
alistisku« skoðunum, voru settir tveir kostir. Annaðhvort
urðu þeir að gerast efnishyggjumenn samstundis eða þeir
voru gerðir landrækir. Svo náðug var þó Sovjet-stjórnin
við þá, að hún bauðst til að greiða ferðakostnað þeirra til
útlanda. Flestir eða allir hinna nafnkunnustu háskólakenn-
ara tóku hinn síðara kostinn. Brátt voru háskólakennurum
i sögu og lögfræði gerð hin sömu skil. Sögakennslu vilja
Bolsjevíkar alls ekki þola, nema hún fjalli eingöngu um
»þjóðfélagsfræði«, og má nærri geta, að engum sögukenn-
ara hlýðir að hvíka frá rétttrúnaðinum í smáu eða stóru.
En um lögfræðina er það að segja, að Bolsjevíkar afneita
hennai algerlega sem vísindagrein. Lögfræðin viðurkennir
og fjallar eigi hvað sízt um rjett einstaklingsins gagnvart
heildinni, og þar með er hún vitanlega dauðadæmd.
En hvernig fer nú stjórnin að tryggja sér það, að allt
fari vel fram á háskólunum? Til þess hefir hún auðvitað
mörg ráð, en stúdentar úr flokki kommúnista hafa aðallega
tekið að sér eftirlitið með kennurunum. Það kemur oft
fyrir, að einn eða fleiri stúdentar rísa úr sætum sínu með-
an kennarinn er að halda fyrirlestur, til þess að mótmæla